Segir aukningu á lekanda vera áhyggjuefni Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. ágúst 2023 12:25 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir fjölgun tillfella vegna lekanda vera áhyggjuefni. Vísir/Egill Mikil aukning hefur orðið á greindum tilfellum lekanda hér á landi og segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir það vera áhyggjuefni. Á síðasta ári greindust 158 einstaklingar með lekanda samkvæmt ársskýrslu sóttvarna fyrir síðasta ár. Er það mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í þrjátíu ár. Sjötíu prósent sýkinga voru hjá körlum en aukning hefur orðið í smitum á meðal ungra kvenna. „Fólki hefur auðvitað fjölgað hér á Íslandi en þetta er alveg umfram það þannig að það er marktæk aukning á lekanda bæði hjá körlum og konum,“ segir Guðrún. Sér í lagi hjá ungu fólki og að lekandi geti haft alvarlegar afleiðingar. „Eins og ófrjósemi og valdið alvarlegum sýkingum þannig það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.“ Þá sé aukning lekanda hjá ungum konum sérstakt áhyggjuefni. Konur fái oft vægari einkenni en karlar og geti jafnvel verið einkennalausar. „Einkennin geta verið væg, eins og blöðrubólga og verið þá jafnvel misgreint og það er áhyggjuefni sérstaklega hjá konum á þessum aldri því lekandi getur smitast til barns við fæðingu og getur þá valdið sýkingu í barni og einkennum hjá þeim og jafnvel alvarlegum fylgikvillum,“ segir Guðrún en ítrekar að aukningin sé mest hjá karlmönnum. Mikilvægt sé að fólk stundi öruggt kynlíf og noti smokk. Þá sé mikilvægt að ef fólk greinist að það klári meðferð og stundi ekki kynlíf á meðan þangað til að það er orðið einkennalaust. Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Mikil fjölgun á lekandatilfellum á síðastliðnu ári Mikil fjölgun varð á lekandatilfellum árið 2018. Að því er fram kemur í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis, var lekandi greindur rúmlega 100 sinnum á liðnu ári. 25. janúar 2019 06:45 Vill að smokkum verði dreift til grunnskólabarna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aukinn fjölda sárasóttartilfella hér á landi mega rekja til þess að færri noti nú smokk við samfarir heldur en áður fyrr. 14. júlí 2019 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sjá meira
Er það mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í þrjátíu ár. Sjötíu prósent sýkinga voru hjá körlum en aukning hefur orðið í smitum á meðal ungra kvenna. „Fólki hefur auðvitað fjölgað hér á Íslandi en þetta er alveg umfram það þannig að það er marktæk aukning á lekanda bæði hjá körlum og konum,“ segir Guðrún. Sér í lagi hjá ungu fólki og að lekandi geti haft alvarlegar afleiðingar. „Eins og ófrjósemi og valdið alvarlegum sýkingum þannig það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.“ Þá sé aukning lekanda hjá ungum konum sérstakt áhyggjuefni. Konur fái oft vægari einkenni en karlar og geti jafnvel verið einkennalausar. „Einkennin geta verið væg, eins og blöðrubólga og verið þá jafnvel misgreint og það er áhyggjuefni sérstaklega hjá konum á þessum aldri því lekandi getur smitast til barns við fæðingu og getur þá valdið sýkingu í barni og einkennum hjá þeim og jafnvel alvarlegum fylgikvillum,“ segir Guðrún en ítrekar að aukningin sé mest hjá karlmönnum. Mikilvægt sé að fólk stundi öruggt kynlíf og noti smokk. Þá sé mikilvægt að ef fólk greinist að það klári meðferð og stundi ekki kynlíf á meðan þangað til að það er orðið einkennalaust.
Heilbrigðismál Kynlíf Tengdar fréttir Mikil fjölgun á lekandatilfellum á síðastliðnu ári Mikil fjölgun varð á lekandatilfellum árið 2018. Að því er fram kemur í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis, var lekandi greindur rúmlega 100 sinnum á liðnu ári. 25. janúar 2019 06:45 Vill að smokkum verði dreift til grunnskólabarna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aukinn fjölda sárasóttartilfella hér á landi mega rekja til þess að færri noti nú smokk við samfarir heldur en áður fyrr. 14. júlí 2019 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sjá meira
Mikil fjölgun á lekandatilfellum á síðastliðnu ári Mikil fjölgun varð á lekandatilfellum árið 2018. Að því er fram kemur í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis, var lekandi greindur rúmlega 100 sinnum á liðnu ári. 25. janúar 2019 06:45
Vill að smokkum verði dreift til grunnskólabarna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aukinn fjölda sárasóttartilfella hér á landi mega rekja til þess að færri noti nú smokk við samfarir heldur en áður fyrr. 14. júlí 2019 20:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30