Óljóst hversu margir fórust í eldunum á Maui Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 12:07 Brunarústir Lahaina á Maui, tveimur vikum eftir mannskæðustu gróðurelda Bandaríkjanna í meira en öld. AP/Jae C. Hong Leit að fórnarlömbum gróðureldanna á Maui á Havaí er við það að ljúka. Enn er þó óljóst hversu margir fórust. Leitarflokkar eru taldir hafa fundið allar þær líkamsleifar sem hægt er að finna. Staðfest er að 115 manns hafi farist í eldunum sem brenndu meðal annars Lahaina, sögufrægan ferðamannastað, til kaldra kola. Ekki er vitað með vissu hversu marga er enn saknað. Lögreglan á Maui er með 110 tilkynningar um fólk sem er saknað en fleiri en fimmtíu eru í virkri rannsókn, að sögn AP-fréttastofunnar. Búið er að bera kennsla á 45 þeirra látnu. Rannsakendur hafa safnað erfðaefni úr 120 manns til þess að bera kennsl á fleiri líkamsleifar. Leit að líkamsleifum er að mestu leyti lokið. Búið er að leita á öllu leitarsvæðinu á landi. Leit stendur enn yfir í sjónum fyrir utan Lahaina. Vitað er að fólk stakk sér út í Kyrrahafið til þess að komast undan eldinum og reyknum. „Við höfum nærri því lokið leitar- og söfnunarverkefninu alveg og snúum okkur að næsta skrefi,“ segir Darryl Oliveira, starfandi yfirmaður almannavarna Maui. Næstu skref er að fjarlægja hættulegan úrgang á hamfarasvæðinu svo íbúar geti snúið aftur til síns heima. Bandaríska umhverfisstofnunin telur að það gæti tekið fleiri mánuði. Á meðal eiturefna á svæðinu eru málning, skordýraeitur og rafhlöður. Sérfræðingar stofnunarinnar ætla að fara með fjölda sólarrafhlaða í Lahaina eins og ósprungnar sprengjur. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32 Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17 Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Staðfest er að 115 manns hafi farist í eldunum sem brenndu meðal annars Lahaina, sögufrægan ferðamannastað, til kaldra kola. Ekki er vitað með vissu hversu marga er enn saknað. Lögreglan á Maui er með 110 tilkynningar um fólk sem er saknað en fleiri en fimmtíu eru í virkri rannsókn, að sögn AP-fréttastofunnar. Búið er að bera kennsla á 45 þeirra látnu. Rannsakendur hafa safnað erfðaefni úr 120 manns til þess að bera kennsl á fleiri líkamsleifar. Leit að líkamsleifum er að mestu leyti lokið. Búið er að leita á öllu leitarsvæðinu á landi. Leit stendur enn yfir í sjónum fyrir utan Lahaina. Vitað er að fólk stakk sér út í Kyrrahafið til þess að komast undan eldinum og reyknum. „Við höfum nærri því lokið leitar- og söfnunarverkefninu alveg og snúum okkur að næsta skrefi,“ segir Darryl Oliveira, starfandi yfirmaður almannavarna Maui. Næstu skref er að fjarlægja hættulegan úrgang á hamfarasvæðinu svo íbúar geti snúið aftur til síns heima. Bandaríska umhverfisstofnunin telur að það gæti tekið fleiri mánuði. Á meðal eiturefna á svæðinu eru málning, skordýraeitur og rafhlöður. Sérfræðingar stofnunarinnar ætla að fara með fjölda sólarrafhlaða í Lahaina eins og ósprungnar sprengjur.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32 Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17 Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32
Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23