Borgarlína sé öllum fyrir bestu Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2023 08:19 Brent Toderian, fyrrverandi skipulagsstjóri Vancouver, og Maria Vassilakou, fyrrverandi varaborgarstjóri í Vínarborg, eru bæði þekktar stærðir í meðal spekúlanta í borgarskipulagi. Vísir/Arnar Tveir erlendir sérfræðingar í borgarskipulagi segjast sammála um það að Borgarlína sé frábært tækifæri fyrir Reykvíkinga að hætta að vera svona háðir einkabílnum. Gera þurfi þó almenningssamgöngur meira aðlaðandi. Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent. Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Brent Toderian og Maria Vassilakou koma frá Kanada og Austurríki og starfa bæði við að aðstoða borgir um allan heim við borgarskipulag. Þau voru bæði tvö hluti af málþingi sem fram fór í dag á vegum Betri samgangna um samgöngur, sjálfbært skipulag og reynslu annarra borgarsvæða. Er þetta í annað sinn sem þau koma hingað til lands og kynna sér Reykjavík og borgarskipulagið. María segir það ljóst að Reykvíkingar séu afar háðir einkabílnum enda sé borgin hönnuð fyrir þá. „Þegar borgir eru skipulagðar út frá bílum kemur það niður á opinberu rými. Litlu rými er úthlutað þar sem fólk getur hist og notið útiveru. Breytingar sem þarf að gera á Reykjavík snúast um að skapa almannarými,“ segir María. Eru þau bæði sammála um það að gera þurfi borgina aðgengilegri fyrir þá sem kjósa að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur. Þá þurfi að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi. „Borgarlínan er frábært tækifæri og hugmynd. Stjórnendur margra borga eru að átta sig á því hve öflugir strætisvagnar eru og hvernig þeir stuðla að breytingum. Strætisvagnar njóta ekki nægrar virðingar því þeir teljast vart nógu spennandi. En þeir eru öflugir til fólksflutninga, einkum ef kerfið er skilvirkt og þeir fá nægilegt rými svo þá megi starfrækja með sem bestum hætti. Borgarlínan mun því skipta sköpum fyrir Reykjavík,“ segir Brent. Þá þurfi Reykvíkingar ekki endilega að hætta að keyra sjálfir. „Þótt bílarnir séu veikleiki Reykjavíkur eins og reyndin er í mörgum borgum er verkefnið ekki sett til höfuðs bílum. Við vitum jú að ef allir keyra kemst enginn leiðar sinnar. Það er öllum fyrir bestu, þar með talið bílstjóra, að göngur, hljólreiðar og almenningssamgöngur séu aðlagandi valkostur,“ segir Brent.
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira