Íslenski boltinn

Bestu mörkin um Huldu Ósk og Söndru Maríu: Eins og gott Malt og Appel­sín

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þór/KA hefur spilað vel í sumar.
Þór/KA hefur spilað vel í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Farið var yfir stöðu mála hjá Þór/KA í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið gerði markalaust jafntefli við Tindastól í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þór/KA er því í 6. sæti og fer í efri úrslitakeppnina þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis, neðst fjögur gera svo slíkt hið sama.

„Ég er búin að vera ofboðslega hrifin af þessu liði í sumar. Eru búnar að þétta raðirnar heldur betur, miklu öflugra varnarlið en í fyrra. Augljóslega búnar að fá sterkar viðbætur, þar sem vantaði aðeins upp á,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna.

„Fyrst og fremst er það hvað varnarleikurinn er miklu betri. Miklu meira öryggi og ró yfir þessu. Er mjög hrifin af því sem Jóhann Kristinn (Gunnarsson, þjálfari liðsins) er að leggja inn og gera þarna,“ bætti Mist við.

Klippa: Bestu mörkin um Huldu Ósk og Söndru Maríu: Eins og gott Malt og Appelsín

„Ótrúlega beinskeyttar þegar þær sækja, Hulda Ósk (Jónsdóttir) og Sandra María (Jessen) eins og gott Malt og Appelsín. Ótrúlegt hvað þær eru að tengja. Þetta er langbesta tímabil sem Hulda Ósk hefur átt að mínu mati,“ sagði Mist að endingu en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×