Hilmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik eftir ótrúlega atburðarás Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 09:00 Hilmar Örn spilaði óvænt sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Þróttar á dögunum. Vísir/Sigurjón Hilmar Örn Pétursson, 18 ára markvörður 2. flokks Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu lék sinn fyrsta meistaraflokksleik um liðna helgi eftir lygilega atburðarrás. Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira