Innlent

Sér­sveit náði hníf af ung­mennum í Breið­holti

Árni Sæberg skrifar
Sérsveitarmenn mættu á vettvang.
Sérsveitarmenn mættu á vettvang. Vísir/Vilhelm

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út upp úr klukkan 18 í kvöld vegna gruns um vopnaburð ungmenna.

Tilkynnt var um átök í uppsiglingu við Völvufell í Breiðholti laust eftir klukkan 18 í kvöld. 

Í samtali við Vísi segir Þóra Jónasdóttir, stöðvarstjóri lögreglustöðvar þrjú, sem heldur uppi lögum og reglu í Kópavogi og Breiðholti, að um hafi verið að ræða hóp ungra manna, sem virtust vera í þann mund að slást.

Lögregla hafi farið á vettvang og sérsveitin kölluð til. Einn hnífur hafi verið haldlagður í aðgerðum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×