Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Þorgerður Katrín er þungt hugsi yfir löggjöf um útlendinga. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla. Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla.
Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira