Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2023 15:30 Þorgerður Katrín er þungt hugsi yfir löggjöf um útlendinga. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla. Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vísar til togstreitu milli ríkisstjórnarflokkanna varðandi löggjöf um útlendinga. Hún hafi nú síðast birst í gjörólíkum ályktunum á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. „Það er brýnt að mynda eins breiða samstöðu um útlendingamál og kostur er. Ellegar er hætta á stigvaxandi pólaríseringu í samfélaginu okkar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir gildandi löggjöf um útlendinga frá 2016 hafa verið byggða á þverpólitískri nefnd undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra. Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, hafi fylgt þeirri vinnu vel eftir og á sjö árum hafi fengist margvísleg reynsla af framkvæmd laganna. Síðan hafi ytri aðstæður breyst með vaxandi fjölda flóttamanna í heiminum. Við undirbúning þeirra breytinga á útlendingalögum sem samþykktar voru í mars hafi ekki verið leitað eftir breiðu pólitísku samstarfi. Var það samþykkt með 38 atkvæðum gegn 15. Viðreisn viji gera sitt til að leita lausna í þessum mikilvæga en viðkvæma málaflokki. Bréf Þorgerðar Katrínar til forsætisráðherra. „Við gerum okkur grein fyrir því að landamæri Íslands eru ekki lokuð en þau eru heldur ekki galopin. Við viljum skynsama, mannlega en líka raunsæja útlendingastefnu.“ Uppi séu þrjú ólík lögfræðiálit og ráðherrar séu uppteknari við að benda hver á annan frekar en að leysa málin. „Ákveðin óvissa ríkir um merkingu útlendingalaga en það dregur úr trúverðugleika stefnu landsins í málaflokknum. Það er í þágu allra að um þessa mikilvægu löggjöf geti tekist eins breið samstaða og kostur er.“ Þorgerður segir tíma kominn til að hífa málið upp úr pólitískum skotgröfum og leysa málin, öllum til heilla.
Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira