Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2023 11:19 Jevgení Prígósjín dó er flugvél hans féll til jarðar nærri Moskvu á miðvikudagin í síðustu viku. Talið er að sprengja hafi sprungið um borð eða flugvélin hafi verið skotin niður. AP/Alexander Zemlianichenko Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. Auðjöfurinn hélt svo á endanum til Moskvu, þar sem hann er sagður hafa fundað með minnst einum meðlimi þjóðaröryggisráðs Rússlands, áður en hann hélt aftur af stað til Pétursborgar. Skömmu eftir flugtak féll flugvélin þó skyndilega til jarðar en talið er að sprengju hafi verið komið fyrir um borð eða að flugvélin hafi verið skotin niður. Aðrir æðstu leiðtogar Wagner voru með honum í flugvélinni. Sjá einnig: Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Blaðamenn hafa reynt að púsla saman niður síðustu dögum Prígósjíns og þá sérstaklega með tilliti til þess hvað hann var að gera í Moskvu en auðjöfurinn féll úr náð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í sumar þegar hann hóf skammlífa uppreisn gegn varnarmálaráðuneyti Rússlands og svo Pútín sjálfum þegar forsetinn lýsti yfir stuðningi við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og kallaði Prigósjín svikara. Skömmu áður en málaliðar hans náðu til Moskvu hætti Prigósjín við uppreisnina við og gerði hann samkomulag við Pútín, með milligöngu Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Samkvæmt þessu samkomulagi átti öryggi Prigósjín að vera tryggt en Pútín hefur sjálfur sagt að hann líði ekki svikara. Þrýstu á Wagner í Afríku og Sýrlandi Rússneski blaðamaðurinn Andrey Zkharov, hélt því fram í gær að eftir uppreisnina hefðu Prigósjín og Pútín fundað minnst tvisvar sinnum. Þar segir blaðamaðurinn að Pútín hafi sagt Prigósjín að hann gæti haldið starfsemi Wagner á erlendri grundu áfram en ætti ekkert að koma að innrásinni í Úkraínu eða innanríkismálum í Rússlandi. Sjá einnig: Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Þrátt fyrir það hafi yfirvöld í Rússlandi fljótt byrjað að reyna að bola Wagner út úr löndum eins og Sýrlandi og Líbíu. Málaliðar Wagner hafa starfað víða um Afríku á undanförnum árum og má þar nefna lönd eins og Líbíu, Malí, Búrkína Fasó og Mið-Afríkulýðveldið. Málaliðarnir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði í þeim löndum sem þeir hafa verið með viðveru. Nýir málaliðahópar, sem sumir tengjast GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafa verið að reyna að taka yfir samninga Wagner í þessum löndum, samkvæmt fréttaskýringu Wall Street Journal. Pútín mun hafa sjálfur sagt við Faustin-Archange Touadéra, forseta Mið-Afríkulýðveldisins, að hann ætti að slíta tengsl við Prígósjín og Wagner. Þegar Touadera mætti á Afríkufund Pútíns í Pétursborg í síðasta mánuði lét hann ekki mynda sig með Prigósjín, eins og margir aðrir ráða- og embættismenn gerðu. Eftir að Prígósjín dó skrifaði Pútín undir tilskipun þess eðlis að allir rússneskir málaliðar, hvort sem þeir tilheyra Wagner eða öðrum hópum, eigi að sverja Rússlandi hollustueið. Kynntust í Pétursborg Pútín og Prigósjín kynntust í Pétursborg á árum áður, þegar Pútín var aðstoðarborgarstjóri þar. Prigósjín ólst upp í borginni en hann endaði í fangelsi fyrir rán og aðra glæpi. Þaðan slapp hann árið 1990 og hóf hann veitingarekstur. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Pútín hélt minnst einu sinni upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Seinna gerði Prigósjín og fyrirtæki hans Concord Management And Consulting LLC og Concord Catering svo umfangsmikla samninga við rússneska ríkið sem snerust meðal annars um það að hann framleiddi mat fyrir skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Hann er einnig sagður hafa verið viðloðinn olíuðnaðinn í Rússlandi og í öðrum löndum þar sem málaliðar Wagner hafa verið staðsettir. Frá því þegar allt lék í lyndi hjá Prígósjín og Pútín en auðjöfurinn var lengi kallaður „Kokkur Pútíns“.AP/Misha Japaridze Pútín hefur veitt Prígósjín orðu og titilinn „Hetja Rússlands“ en samkvæmt því ætti útför hans að vera á vegum ríkisins. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að ákvörðun um útförina hefði ekki verið tekin og ekki væri ljóst hvort Pútín yrði þar. Minnisvarðar um Prigósjín hafa verið settir upp víða um Rússland, eins og á Rauða torginu í Moskvu, þar sem hundruð hafa komið saman til að minnast hans. Í frétt New York Times segir að margir hafi grátið og lýstu flestir sem rætt var við við minnisvarðann um helgina yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu. „Þetta var maður sem allur heimurinn óttaðist,“ hefur NYT eftir 25 ára konu, sem sagði það virðingarvert að heimurinn óttaðist hann. Umfangsmikið viðskiptaveldi Viðskiptaveldi Prígósjíns hefur vaxið mjög á undanförnum árum og snúist að miklu leyti í kringum Wagner. Wagner Group hópurinn hefur verið bendlaður við hundruð skúffufélaga en í frétt Wall Street Journal segir að yfirvöld í Rússlandi vinni nú hörðu höndum að því að koma böndum á viðskiptaveldi Prigósjíns. Það sneri meðal annars að því að flytja gull frá Súdan til Rússlands og demanta og timbur frá Mið-Afríkulýðveldið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og til Kína. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Margir af samningum auðjöfursins á erlendri grundu byggðu á litlu öðru en handabandi hans við ráðamenn í Afríku og þúsundir starfsmanna hans fengu reglulega borgað í reiðufé og það jafnvel frá Prigósjín sjálfum. Þá er hann sagður hafa sent áhöfn einkaþotu sinnar víðsvegar um Afríku til að sækja tekjur hans. Sérfræðingur sem blaðamenn WSJ ræddu við segir líklegt að mismunandi valdamiklir hópar í Rússlandi, sem tengist varnarmálráðuneytinu muni líklega reyna að taka yfir viðskiptaveldi Prigósjíns og samninga hans og reyna að mynda nýja málaliðahópa til að sinna verkefnum Wagner. Fundaði í flugvélinni upp á öryggið Prigósjín hefur frá því í júní varið sínum tíma í að reyna að halda veldi sínu saman, samkvæmt WSJ, og hefur hann verið á ferð og flugi um Afríku og Mið-Asturlönd, eins og oft áður. Auðjöfurinn hefur verið beittur refsiaðgerðum af fjölda ríkja og er eftirlýstur í Bandaríkjunum. Prigósjín hefur lengi forðast það að fljúga inn í lögsögu ríkja þar sem ráðamenn gætu reynt að tryggja sér tíu milljóna dala verðlaunafé sem sett hefur verið til höfuðs hans í Bandaríkjunum, vegna afskipta hans af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Einkaflugvél Prígósjíns hefur minnst einu sinni verið lent í Sahara-eyðimörkinni vegna eldsneytisleysis, og hann hefur oft fundað í flugvélinni af ótta við að þurfa að stinga af í flýti. Þá notaðist hann einnig ítrekað við dulagervi. Í frétt WSJ segir að hann hafi til að mynda verið með gerviskegg og sólgleraugu þegar hann fundaði með Khlaifa Haftar, leiðtoga Líbíska þjóðarhersins (LNA) í Líbíu, í október í fyrra. Á þeim fundi krafðist Prigósjín tvö hundruð milljóna dala fyrir að hjálpa Haftar að halda yfirráðasvæði sínu í landinu og verja olíulindir hans. Auðjöfurinn sendi einkaflugvél sína eftir peningunum mánuði síðar. Þegar Prígósjín og málaliðar hans gerðu uppreisn í sumar tóku þeir borgina Rostov. Íbúar hennar virtust margir ánægðir með þær vendingar.AP „Ég þarf meira gull“ Í síðustu ferð Prígósjíns til Mið-Afríkulýðveldisins fór hann til Bangui og hitti þar Touadera og yfirmann leyniþjónustu landsins. Á þeim fundi sagði auðjöfurinn að hann myndi fjölga málaliðum í ríkinu til að bæta öryggi þar. Degi síðar kom sendinefnd frá Mohamed Hamdan Dagalo, sem leiðir vopnahópinn Rapid Support Forces í Súdan. Sá hópur hefur staðið í mannskæðum átökum við súdanska herinn, sem leiddur er af Abdel Fattah al-Burhan. Prígósjín hefur útvegað RSF hergögn sem þeir hafa notað í átökunum en sendinefndin var með kassa með sér sem innihéldu gullstangir frá Darfur-héraði. „Ég þarf meira gull,“ sagði Prigósjín samkvæmt heimildarmanni WSJ. Hét hann því að tryggja RSF sigur gegn hernum í Súdan. Frá Bangui fór Prigósjín til Malí og svo þaðan til Moskvu, í síðasta sinn. Flugvél hans féll svo til jarðar þar skammt frá á miðvikudaginn í síðustu viku. Aðstoðarráðherra bíður aðstoð hersins Samkvæmt Zakharov, áðurnefndum rússneskum blaðamanni, ferðaðist Yunus-bek Yevkurov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, þar að auki nýlega til Sýrlands ásamt sendinefnd. Í kjölfar þess var málaliðum Wagner skipað að yfirgefa Sýrland fyrir lok næsta mánaðar. Til viðbótar við það var Wagner bannað að nota Khmeimim-flugstöðina, þar sem Rússar eru með viðveru í Sýrlandi, en hún hefur verið mikilvæg málaliðahópnum varðandi flutning manna og hergagna til Afríku. Yevkurov fór svo til Líbíu á fund Haftars á þriðjudaginn og bauð honum sama samkomulag og Bashar al Assad í Sýrlandi. Málaliðar Wagner yrðu reknir á brott og í staðinn myndu aðilar tengdir varnarmálaráðuneyti Rússlands taka við. Þetta mun hafa verið í síðustu viku og var það í kjölfar fundar Yevkurov og Haftar sem Prigósjín fór til Moskvu. Jevgení Prígósjín þegar málaliðar hans, margir úr rússneskum fangelsum, börðust um borgina Bakhmut í austurhluta Úkraínu.AP Bætt er við frásögn Zakharov í frétt WSJ en þar segir að þó nýr málaliðahópur muni taka yfir störf Wagner í Líbíu, verði það í raun málaliðar Prígósjíns sem muni berjast undir öðru nafni. Þar að auki yrðu rússneskir leyniþjónustumenn sendir til Bengasí. Haftar er sagður hafa beðið um aðstoð við að bæta flugher sinn og sjálfsprengidróna frá Íran, sem Rússar hafa notað mikið í Úkraínu. Zakharov segir að Yevkurov ætli sér að ferðast til annarra ríkja í Afríku þar sem finna má málaliða Wagner. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Fréttaskýringar Sýrland Mið-Afríkulýðveldið Malí Líbía Úkraína Hernaður Búrkína Fasó Tengdar fréttir Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Flugriti flugvélar Prígósjíns fundinn Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar. 25. ágúst 2023 19:42 Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendir fjölskyldu Yevgeny Prigozhin samúðarkveðjur. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um dauða Wagner leiðtogans í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. 24. ágúst 2023 16:36 Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta. 23. ágúst 2023 23:31 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Auðjöfurinn hélt svo á endanum til Moskvu, þar sem hann er sagður hafa fundað með minnst einum meðlimi þjóðaröryggisráðs Rússlands, áður en hann hélt aftur af stað til Pétursborgar. Skömmu eftir flugtak féll flugvélin þó skyndilega til jarðar en talið er að sprengju hafi verið komið fyrir um borð eða að flugvélin hafi verið skotin niður. Aðrir æðstu leiðtogar Wagner voru með honum í flugvélinni. Sjá einnig: Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Blaðamenn hafa reynt að púsla saman niður síðustu dögum Prígósjíns og þá sérstaklega með tilliti til þess hvað hann var að gera í Moskvu en auðjöfurinn féll úr náð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í sumar þegar hann hóf skammlífa uppreisn gegn varnarmálaráðuneyti Rússlands og svo Pútín sjálfum þegar forsetinn lýsti yfir stuðningi við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og kallaði Prigósjín svikara. Skömmu áður en málaliðar hans náðu til Moskvu hætti Prigósjín við uppreisnina við og gerði hann samkomulag við Pútín, með milligöngu Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Samkvæmt þessu samkomulagi átti öryggi Prigósjín að vera tryggt en Pútín hefur sjálfur sagt að hann líði ekki svikara. Þrýstu á Wagner í Afríku og Sýrlandi Rússneski blaðamaðurinn Andrey Zkharov, hélt því fram í gær að eftir uppreisnina hefðu Prigósjín og Pútín fundað minnst tvisvar sinnum. Þar segir blaðamaðurinn að Pútín hafi sagt Prigósjín að hann gæti haldið starfsemi Wagner á erlendri grundu áfram en ætti ekkert að koma að innrásinni í Úkraínu eða innanríkismálum í Rússlandi. Sjá einnig: Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Þrátt fyrir það hafi yfirvöld í Rússlandi fljótt byrjað að reyna að bola Wagner út úr löndum eins og Sýrlandi og Líbíu. Málaliðar Wagner hafa starfað víða um Afríku á undanförnum árum og má þar nefna lönd eins og Líbíu, Malí, Búrkína Fasó og Mið-Afríkulýðveldið. Málaliðarnir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði í þeim löndum sem þeir hafa verið með viðveru. Nýir málaliðahópar, sem sumir tengjast GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafa verið að reyna að taka yfir samninga Wagner í þessum löndum, samkvæmt fréttaskýringu Wall Street Journal. Pútín mun hafa sjálfur sagt við Faustin-Archange Touadéra, forseta Mið-Afríkulýðveldisins, að hann ætti að slíta tengsl við Prígósjín og Wagner. Þegar Touadera mætti á Afríkufund Pútíns í Pétursborg í síðasta mánuði lét hann ekki mynda sig með Prigósjín, eins og margir aðrir ráða- og embættismenn gerðu. Eftir að Prígósjín dó skrifaði Pútín undir tilskipun þess eðlis að allir rússneskir málaliðar, hvort sem þeir tilheyra Wagner eða öðrum hópum, eigi að sverja Rússlandi hollustueið. Kynntust í Pétursborg Pútín og Prigósjín kynntust í Pétursborg á árum áður, þegar Pútín var aðstoðarborgarstjóri þar. Prigósjín ólst upp í borginni en hann endaði í fangelsi fyrir rán og aðra glæpi. Þaðan slapp hann árið 1990 og hóf hann veitingarekstur. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Pútín hélt minnst einu sinni upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Sjá einnig: Hver er pylsusalinn í landráðaham? Seinna gerði Prigósjín og fyrirtæki hans Concord Management And Consulting LLC og Concord Catering svo umfangsmikla samninga við rússneska ríkið sem snerust meðal annars um það að hann framleiddi mat fyrir skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Hann er einnig sagður hafa verið viðloðinn olíuðnaðinn í Rússlandi og í öðrum löndum þar sem málaliðar Wagner hafa verið staðsettir. Frá því þegar allt lék í lyndi hjá Prígósjín og Pútín en auðjöfurinn var lengi kallaður „Kokkur Pútíns“.AP/Misha Japaridze Pútín hefur veitt Prígósjín orðu og titilinn „Hetja Rússlands“ en samkvæmt því ætti útför hans að vera á vegum ríkisins. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að ákvörðun um útförina hefði ekki verið tekin og ekki væri ljóst hvort Pútín yrði þar. Minnisvarðar um Prigósjín hafa verið settir upp víða um Rússland, eins og á Rauða torginu í Moskvu, þar sem hundruð hafa komið saman til að minnast hans. Í frétt New York Times segir að margir hafi grátið og lýstu flestir sem rætt var við við minnisvarðann um helgina yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu. „Þetta var maður sem allur heimurinn óttaðist,“ hefur NYT eftir 25 ára konu, sem sagði það virðingarvert að heimurinn óttaðist hann. Umfangsmikið viðskiptaveldi Viðskiptaveldi Prígósjíns hefur vaxið mjög á undanförnum árum og snúist að miklu leyti í kringum Wagner. Wagner Group hópurinn hefur verið bendlaður við hundruð skúffufélaga en í frétt Wall Street Journal segir að yfirvöld í Rússlandi vinni nú hörðu höndum að því að koma böndum á viðskiptaveldi Prigósjíns. Það sneri meðal annars að því að flytja gull frá Súdan til Rússlands og demanta og timbur frá Mið-Afríkulýðveldið til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og til Kína. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Margir af samningum auðjöfursins á erlendri grundu byggðu á litlu öðru en handabandi hans við ráðamenn í Afríku og þúsundir starfsmanna hans fengu reglulega borgað í reiðufé og það jafnvel frá Prigósjín sjálfum. Þá er hann sagður hafa sent áhöfn einkaþotu sinnar víðsvegar um Afríku til að sækja tekjur hans. Sérfræðingur sem blaðamenn WSJ ræddu við segir líklegt að mismunandi valdamiklir hópar í Rússlandi, sem tengist varnarmálráðuneytinu muni líklega reyna að taka yfir viðskiptaveldi Prigósjíns og samninga hans og reyna að mynda nýja málaliðahópa til að sinna verkefnum Wagner. Fundaði í flugvélinni upp á öryggið Prigósjín hefur frá því í júní varið sínum tíma í að reyna að halda veldi sínu saman, samkvæmt WSJ, og hefur hann verið á ferð og flugi um Afríku og Mið-Asturlönd, eins og oft áður. Auðjöfurinn hefur verið beittur refsiaðgerðum af fjölda ríkja og er eftirlýstur í Bandaríkjunum. Prigósjín hefur lengi forðast það að fljúga inn í lögsögu ríkja þar sem ráðamenn gætu reynt að tryggja sér tíu milljóna dala verðlaunafé sem sett hefur verið til höfuðs hans í Bandaríkjunum, vegna afskipta hans af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Einkaflugvél Prígósjíns hefur minnst einu sinni verið lent í Sahara-eyðimörkinni vegna eldsneytisleysis, og hann hefur oft fundað í flugvélinni af ótta við að þurfa að stinga af í flýti. Þá notaðist hann einnig ítrekað við dulagervi. Í frétt WSJ segir að hann hafi til að mynda verið með gerviskegg og sólgleraugu þegar hann fundaði með Khlaifa Haftar, leiðtoga Líbíska þjóðarhersins (LNA) í Líbíu, í október í fyrra. Á þeim fundi krafðist Prigósjín tvö hundruð milljóna dala fyrir að hjálpa Haftar að halda yfirráðasvæði sínu í landinu og verja olíulindir hans. Auðjöfurinn sendi einkaflugvél sína eftir peningunum mánuði síðar. Þegar Prígósjín og málaliðar hans gerðu uppreisn í sumar tóku þeir borgina Rostov. Íbúar hennar virtust margir ánægðir með þær vendingar.AP „Ég þarf meira gull“ Í síðustu ferð Prígósjíns til Mið-Afríkulýðveldisins fór hann til Bangui og hitti þar Touadera og yfirmann leyniþjónustu landsins. Á þeim fundi sagði auðjöfurinn að hann myndi fjölga málaliðum í ríkinu til að bæta öryggi þar. Degi síðar kom sendinefnd frá Mohamed Hamdan Dagalo, sem leiðir vopnahópinn Rapid Support Forces í Súdan. Sá hópur hefur staðið í mannskæðum átökum við súdanska herinn, sem leiddur er af Abdel Fattah al-Burhan. Prígósjín hefur útvegað RSF hergögn sem þeir hafa notað í átökunum en sendinefndin var með kassa með sér sem innihéldu gullstangir frá Darfur-héraði. „Ég þarf meira gull,“ sagði Prigósjín samkvæmt heimildarmanni WSJ. Hét hann því að tryggja RSF sigur gegn hernum í Súdan. Frá Bangui fór Prigósjín til Malí og svo þaðan til Moskvu, í síðasta sinn. Flugvél hans féll svo til jarðar þar skammt frá á miðvikudaginn í síðustu viku. Aðstoðarráðherra bíður aðstoð hersins Samkvæmt Zakharov, áðurnefndum rússneskum blaðamanni, ferðaðist Yunus-bek Yevkurov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, þar að auki nýlega til Sýrlands ásamt sendinefnd. Í kjölfar þess var málaliðum Wagner skipað að yfirgefa Sýrland fyrir lok næsta mánaðar. Til viðbótar við það var Wagner bannað að nota Khmeimim-flugstöðina, þar sem Rússar eru með viðveru í Sýrlandi, en hún hefur verið mikilvæg málaliðahópnum varðandi flutning manna og hergagna til Afríku. Yevkurov fór svo til Líbíu á fund Haftars á þriðjudaginn og bauð honum sama samkomulag og Bashar al Assad í Sýrlandi. Málaliðar Wagner yrðu reknir á brott og í staðinn myndu aðilar tengdir varnarmálaráðuneyti Rússlands taka við. Þetta mun hafa verið í síðustu viku og var það í kjölfar fundar Yevkurov og Haftar sem Prigósjín fór til Moskvu. Jevgení Prígósjín þegar málaliðar hans, margir úr rússneskum fangelsum, börðust um borgina Bakhmut í austurhluta Úkraínu.AP Bætt er við frásögn Zakharov í frétt WSJ en þar segir að þó nýr málaliðahópur muni taka yfir störf Wagner í Líbíu, verði það í raun málaliðar Prígósjíns sem muni berjast undir öðru nafni. Þar að auki yrðu rússneskir leyniþjónustumenn sendir til Bengasí. Haftar er sagður hafa beðið um aðstoð við að bæta flugher sinn og sjálfsprengidróna frá Íran, sem Rússar hafa notað mikið í Úkraínu. Zakharov segir að Yevkurov ætli sér að ferðast til annarra ríkja í Afríku þar sem finna má málaliða Wagner.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Fréttaskýringar Sýrland Mið-Afríkulýðveldið Malí Líbía Úkraína Hernaður Búrkína Fasó Tengdar fréttir Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Flugriti flugvélar Prígósjíns fundinn Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar. 25. ágúst 2023 19:42 Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendir fjölskyldu Yevgeny Prigozhin samúðarkveðjur. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um dauða Wagner leiðtogans í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. 24. ágúst 2023 16:36 Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta. 23. ágúst 2023 23:31 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31
Flugriti flugvélar Prígósjíns fundinn Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar. 25. ágúst 2023 19:42
Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendir fjölskyldu Yevgeny Prigozhin samúðarkveðjur. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um dauða Wagner leiðtogans í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. 24. ágúst 2023 16:36
Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta. 23. ágúst 2023 23:31
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37