Upplifun seðlabankastjóra Karl Guðlaugsson skrifar 28. ágúst 2023 07:31 Seðlabankastjóri hélt ræðu á Hólum í Hjaltadal í ágúst þar sem hann gerði að umtalsefni framtíð og upplifun komandi kynslóða. Ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Mánaðarleg afborgun óverðtryggðs láns með breytilegum vöxtum var í byrjun kr. 177,000.-. Fyrir, ég ítreka, fyrir þessa fjórtándu vaxtahækkun Seðlabankastjórans hefur mánaðarleg afborgun þessa láns vegna íbúðakaupa hækkað um kr.203,000.- og er komin í kr.380,000.- á mánuði. Ég spyr Seðlabankastjóra hvar á ungt fólk að finna kr.203,000.- aukalega mánaðarlega til að borga af slíku láni? Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af þessu unga fólki sem ber slíka aukna mánaðarlega greiðslubyrði geti valdið „þenslu“ eða „spennu“ í hagkerfinu, enginn. Samt ræðst Seðlabankastjóri á þennan viðkvæma hóp skuldara, fjöregg þjóðarinnar og telur okurvexti á þau leysa hagvaxtar-„vandann“. Seðlabankastjóri verður að finna sökudólga þenslunnar í öðrum en þessum ungu ólánsömu lántakendum. Seðlabankastjóri situr núna í glerhýsi sínu og segir að unga fólkið sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eigi að tala við bankann sinn vegna aukinnar greiðslubyrði sem á mannamáli þýðir að lengja í hengingarólinni og setja sig í enn meira skuldafangelsi. Upplifun barnanna minna og komandi kynslóða á Íslandi sem þurftu að taka lán vegna húsnæðiskaupa stefnir því miður í aðra átt en Seðlabankastjóri talar um. Þau taka ekki táslumyndir af sér á Tenerife og þau taka ekki myndir af sér skálandi í kampavíni við sundlaugabakka á Ítalíu. Þau verða þrælar óstöðugs gjaldmiðils, okurvaxta og hafa ekki hugmynd um hvað matarkarfan mun kosta í næsta mánuði. Ég veit ekki hvort Seðlabankastjóri kom við á Sauðárkróki á leið sinni til Reykjavíkur eftir ræðuna á Hólahátíð. En eins og staðan er núna er ég mest hræddur um að Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði þurfi að senda unga fólkinu sem skuldar húsnæðislán, margar matarkörfur fyrir næstu jól. Höfundur er faðir fjögurra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri hélt ræðu á Hólum í Hjaltadal í ágúst þar sem hann gerði að umtalsefni framtíð og upplifun komandi kynslóða. Ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Mánaðarleg afborgun óverðtryggðs láns með breytilegum vöxtum var í byrjun kr. 177,000.-. Fyrir, ég ítreka, fyrir þessa fjórtándu vaxtahækkun Seðlabankastjórans hefur mánaðarleg afborgun þessa láns vegna íbúðakaupa hækkað um kr.203,000.- og er komin í kr.380,000.- á mánuði. Ég spyr Seðlabankastjóra hvar á ungt fólk að finna kr.203,000.- aukalega mánaðarlega til að borga af slíku láni? Ég leyfi mér að fullyrða að enginn af þessu unga fólki sem ber slíka aukna mánaðarlega greiðslubyrði geti valdið „þenslu“ eða „spennu“ í hagkerfinu, enginn. Samt ræðst Seðlabankastjóri á þennan viðkvæma hóp skuldara, fjöregg þjóðarinnar og telur okurvexti á þau leysa hagvaxtar-„vandann“. Seðlabankastjóri verður að finna sökudólga þenslunnar í öðrum en þessum ungu ólánsömu lántakendum. Seðlabankastjóri situr núna í glerhýsi sínu og segir að unga fólkið sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eigi að tala við bankann sinn vegna aukinnar greiðslubyrði sem á mannamáli þýðir að lengja í hengingarólinni og setja sig í enn meira skuldafangelsi. Upplifun barnanna minna og komandi kynslóða á Íslandi sem þurftu að taka lán vegna húsnæðiskaupa stefnir því miður í aðra átt en Seðlabankastjóri talar um. Þau taka ekki táslumyndir af sér á Tenerife og þau taka ekki myndir af sér skálandi í kampavíni við sundlaugabakka á Ítalíu. Þau verða þrælar óstöðugs gjaldmiðils, okurvaxta og hafa ekki hugmynd um hvað matarkarfan mun kosta í næsta mánuði. Ég veit ekki hvort Seðlabankastjóri kom við á Sauðárkróki á leið sinni til Reykjavíkur eftir ræðuna á Hólahátíð. En eins og staðan er núna er ég mest hræddur um að Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði þurfi að senda unga fólkinu sem skuldar húsnæðislán, margar matarkörfur fyrir næstu jól. Höfundur er faðir fjögurra barna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar