Fótbolti

Valskonur með átta stiga forskot á toppnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Valskonur hafa fulla ástæðu til að fagna
Valskonur hafa fulla ástæðu til að fagna Vísir/Vilhelm

Valur vann öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Á sama tíma tapaði Breiðablik fyrir Þrótti og fer Valur því með átta stiga forskot inn í lokahluta Íslandsmótsins.

Valskonur voru sannfærandi í dag þegar þær tóku á móti gestunum frá Suðurnesjum. Anita Lind Daníelsdóttir skoraði eina mark Keflavíkur úr víti og jafnaði leikinn í 1-1 á 29. mínútu.

Það tók heimakonur smástund að brjóta vörn Keflvíkinga á bak aftur en á 50. mínútu skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir sitt 14. mark í sumar og kom Valskonum aftur yfir. Bryndís er lang markahæst í deildinni en næstu konur á lista hafa skorað helmingi minna.

 Valskonur hafa aðeins tapað tveimur leikjum af 18 í sumar og sitja efstar í deildinni með 42 stig. Breiðablik kemur næst með 34 en nú verður deildinni skipt upp í efri og neðri helming fyrir lokaátökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×