Stærsti kókaínfundur í sögu Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. ágúst 2023 15:16 Hluti af kókaíninu sem hald var lagt á í Algeciras sl. miðvikudag. Spænska lögreglan Lögreglan á Spáni lagði hald á tæp 10 tonn af kókaíni í vikunni. Þetta er stærsti eiturlyfjafundur í sögu Spánar. Talið er að 30 glæpasamtök í Evrópu komi að smyglinu. Það var á föstudagsmorgun sem lögreglan greindi frá því að hún hefði í vikunni gert upptæk 9.436 kíló af kókaíni í höfninni í Algeciras á Suður-Spáni. Efnin voru í gámi sem kom frá Ekvador og í fylgiskjölum stóð að í gáminum væru bananar. Kókaínið upprunnið í Kólumbíu Lögreglan segir að efnið komi frá Kólumbíu og hafi átt að fara áfram til Portúgals, þaðan sem það átti að fara í dreifingu um allt meginland Evrópu. Lögreglan segist hafa fengið upplýsingar um þessa stóru sendingar fyrir rúmum mánuði. 15 gámar voru teknir til skoðunar í höfninni, 14 þeirra innihéldu bara banana, en í einum þeirra var bara þunnt lag af banönum og 10 tonn af kókaíni. Talið er að 30 glæpasamtök víðs vegar um álfuna standi saman að smyglinu, efninu var skipt í mismunandi pakkningar og merkt 30 viðtakendum. Enn hefur enginn verið handtekinn. Bananafyrirtæki notað til að smygla kókaíni Bananafyrirtækið í Machala í Ekvador sendir um 40 gáma af banönum til Spánar í hverjum mánuði og grunur leikur á að kókaínframleiðendur í Kólumbíu noti fyrirtækið reglulega til að koma efninu til meginlands Evrópu. Þess má geta að það var í þessari sömu höfn í Algeciras sem stærsti kókaínfundur sögunnar til þessa átti sér stað, vorið 2018. Þá var hald lagt á 8,7 tonn af kókaíni. Það kókaín var líka sagt vera bananar í aðflutningsskjölum. Spánn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Það var á föstudagsmorgun sem lögreglan greindi frá því að hún hefði í vikunni gert upptæk 9.436 kíló af kókaíni í höfninni í Algeciras á Suður-Spáni. Efnin voru í gámi sem kom frá Ekvador og í fylgiskjölum stóð að í gáminum væru bananar. Kókaínið upprunnið í Kólumbíu Lögreglan segir að efnið komi frá Kólumbíu og hafi átt að fara áfram til Portúgals, þaðan sem það átti að fara í dreifingu um allt meginland Evrópu. Lögreglan segist hafa fengið upplýsingar um þessa stóru sendingar fyrir rúmum mánuði. 15 gámar voru teknir til skoðunar í höfninni, 14 þeirra innihéldu bara banana, en í einum þeirra var bara þunnt lag af banönum og 10 tonn af kókaíni. Talið er að 30 glæpasamtök víðs vegar um álfuna standi saman að smyglinu, efninu var skipt í mismunandi pakkningar og merkt 30 viðtakendum. Enn hefur enginn verið handtekinn. Bananafyrirtæki notað til að smygla kókaíni Bananafyrirtækið í Machala í Ekvador sendir um 40 gáma af banönum til Spánar í hverjum mánuði og grunur leikur á að kókaínframleiðendur í Kólumbíu noti fyrirtækið reglulega til að koma efninu til meginlands Evrópu. Þess má geta að það var í þessari sömu höfn í Algeciras sem stærsti kókaínfundur sögunnar til þessa átti sér stað, vorið 2018. Þá var hald lagt á 8,7 tonn af kókaíni. Það kókaín var líka sagt vera bananar í aðflutningsskjölum.
Spánn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira