Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 13:01 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er markahæsti leikmaðurinn í Evrópukeppnum um þessar mundir Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Sjá meira
Breiðablik hafði óskað eftir því að leikurinn yrði færður inn í komandi landsleikjahlé, en Víkingar höfnuðu þeirri beiðni þar sem einhverjir leikmenn liðsins yrðu fjarverandi í landsliðsverkefnum. Blikar standa í ströngu þessa dagana í Sambandsdeildinni, en þegar leikurinn fer fram í kvöld verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga. Seinni leikurinn í því einvígi fer fram næstkomandi fimmtudag og Breiðablik óskaði eftir því snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingum yrði frestað. Þar sem samþykki beggja liða fyrir frestun lá ekki fyrir hafnaði KSÍ beiðni Breiðabliks. Í gær sendi Breiðablik svo nýtt erindi inn til stjórnar KSÍ og bað hana um að endurskoða ákvörðun sína. Vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða en knattspyrnusamband N-Makedóníu hafði þá ákveðið að fresta deildarleik Struga. Sennilega mikilvægasti leikur í sögu liðsins Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, var í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann undirstrikaði mikilvægi leiksins gegn Struga og að leik kvöldins yrði frestað. Þegar viðtalið var tekið hafði ekkert svar borist frá KSÍ en sambandið birti svar sitt á vefsíðu sinni nú rétt í þessu. Þar sem segir m.a. „Helst voru skoðaðar tvær mögulegar lausnir, þar sem ekki er hægt að þétta úrslitakeppnina. Annars vegar að lengja mótið í heild og hins vegar að nota landsleikjahléið í september. Eftir að hafa skoðað þessa möguleika vandlega og leitað lausna er niðurstaðan að synja beiðni um frestun, þrátt fyrir góðan vilja allra sem komu að málinu.“ KSÍ telur að hvorug lausnin gangi upp en óskar Blikum góðs gengis í Evrópukeppninni. „Stjórn KSÍ tekur þessa ákvörðun með hagsmuni heildarinnar í huga og eftir vandlega íhugun. Stjórnin hefur fullan skilning á sjónarmiðum Breiðabliks og hefði sannarlega viljað geta komið til móts við félagið. Stjórn KSÍ vann þetta mál af bestu samvisku og ákvörðunin var vissulega erfið að taka. Stjórnin vonar innilega að Breiðablik nái enn lengra í Evrópukeppni og óskar liðinu alls hins besta í komandi leik gegn FC Struga.“ Lesa má niðurstöðu og rökstuðning KSÍ í heild sinni á vef knattspyrnusambandsins.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Sjá meira
Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. 26. ágúst 2023 21:27