Helmingi umsækjenda synjað um starfstengt nám: Skorar á stjórnvöld að gera betur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 17:37 Dagmar útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor. Vilhelm/Aðsend Einungis átta umsækjendur um starfstengd diplómunám við Háskóla Íslands fengu inn í skólann en alls sóttu sextán um. Einn umsækjendanna sem ekki komst inn segist kvíðin fyrir framtíðinni og skorar á stjórnvöld að gera betur í málefnum fatlaðs fólks í skólum. Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira