Helmingi umsækjenda synjað um starfstengt nám: Skorar á stjórnvöld að gera betur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 17:37 Dagmar útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor. Vilhelm/Aðsend Einungis átta umsækjendur um starfstengd diplómunám við Háskóla Íslands fengu inn í skólann en alls sóttu sextán um. Einn umsækjendanna sem ekki komst inn segist kvíðin fyrir framtíðinni og skorar á stjórnvöld að gera betur í málefnum fatlaðs fólks í skólum. Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Greint er frá því að einungis helmingur umsækjenda um starfstengt diplómunám hafi fengið inn á vef Þroskahjálpar. „Á sama tíma og það er afar ánægjulegt að átta nemar hefji nám við starfstengda diplómunámið við Háskóla Íslands þetta haustið er bagalegt til þess að vita að ekki öll fengu aðgengi að náminu sem sóttust eftir að stunda námið,“ segir á vefnum. „Ég var miður mín“ Dagmar Hákonardóttir er ein þeirra sem synjað var um skólavist á námsbrautinni. Hún segist hafa vitað það þegar hún útskrifaðist af starfsbraut Flensborgarskólans í vor að hún vildi fara í háskóla. „Mig langaði að læra eitthvað tengt því að ég gæti orðið leikskólaliði, og um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Dagmar í samtali við Vísi. Í sumar fékk Dagmar svar frá Háskólanum þess efnis að hún hafi ekki hlotið skólavist. „Ég get sagt þér að umsóknin þín var mjög flott en því miður þurfum við að synja umsókninni þinni ásamt mörgum öðrum vegna þess hve plássin eru fá,“ les Dagmar upp úr póstinum. Þá var henni tjáð að hún yrði skráð á biðlista og yrði í forgangi umsækjenda á næsta ári Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú værir ekki að fara í háskóla? „Ég var miður mín. Ég var svolítið kvíðin af því að ég vissi ekki hvað ég myndi gera í vetur,“ segir Dagmar. Fleiri pláss og fleiri deildir Dagmar segist nú ætla að leita til Vinnumálastofnunar þar sem hún vonast til þess að fá vinnu. „Ég er með miklar vonir,“ segir hún, aðspurð hvort hún bindi vonir við að stofnunin hjálpi henni að fá vinnu. Þó játar hún að henni finnist mjög leiðinlegt að vera ekki að fara í háskólann. Er eitthvað sem þú vilt að stjórnvöld geri í þessu máli? „Fá meiri pláss í háskólum, skrá fleiri deildir fyrir fatlað fólk. Og líka þannig að fatlað fólk þurfi ekkert endilega að fara í þessar deildir sem þau eru með í háskólanum, svo að þau geti prófað eitthvað annað,“ segir Dagmar. Aðspurð hvort hún hafi einhverju við að bæta segir hún fullum hálsi: „Ég skora á stjórnvöld að gera miklu betur í svona málum. Í háskólum og grunnskólum.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira