Everton tóku á móti Wolves þar sem þeir freistuðu þess að landa fyrstu stigum tímabilsins en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst þeim ekki að koma boltanum í netið. Úlfarnir unnu sannkallaðan iðnaðarsigur en Saša Kalajdžić skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu og var það fyrsta skot liðsins á rammann í leiknum.
Í Brentford voru Crystal Palace í heimsókn en þar skildu liðin jöfn, 1-1. Kevin Schade kom heimamönnum yfir snemma leiks en Joachim Andersen bjargaði stigi fyrir Palace með marki á 76. mínútu.
Úrslit dagsins
Bournemouth 0 - Tottenham 2
Everton 0 - Wolves 1
Brentford 1 - Crystal Palace 1
Manchester United 3 - Nottingham Forest 2
Arsenal 2 Fulham 2
Brighton - West Ham hefst kl. 16:30