„Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 10:48 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór með langt ávarp á flokkráðsfundinum. Vísir/Vilhelm Flokkráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Bjarni Benediktsson formaður flokksins skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda og á fjármál borgarinnar í ávarpi sínu í upphafi fundarins. Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent