Ákvað að börnin myndu ekki missa mömmu sína líka Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 20:00 Haraldur Logi lést af slysförum 6. febrúar í fyrra. Drífa Björk Linnet. „Það skiptir mig miklu máli að reyna að hafa skaðann eins takmarkaðann og hægt er eftir slíkan harmleik,“ segir fjárfestirinn, Drífa Björk Linnet ekkja Haraldar Loga Hrafnkelssonar. Hún hefur reynt að láta sorgina ekki heltaka líf sitt. Haraldur lést af slysförum þegar eldur kom upp á heimili þeirra hjóna á Tenerife í febrúar fyrra. „Ég ákvað strax að börnin mín myndu ekki missa mömmu sína líka þennan dag og hef ég því gert allt sem ég get til að halda lífi okkar eins líku því og það var áður. Það er náttúrulega engan veginn eins, þar sem bæði pabbi þeirra og heimilið okkar fór samdægurs en þau allavega misstu mig ekki eins og vel getur gerst þegar sorgin heltekur fólk,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Hún trúir því að í kjölfar erfiðis komi eitthvað gott á móti. Halli og yngri dóttir þeirra.Drífa Björk Linnet. „Hugurinn ber mann hálfa leið hvort sem það er í áttina að því góða eða því slæma, ég trúi á það góða svo ég hlýt að fá það.“ Drífa og Haraldur eignuðust tvö börn saman, Harald Loga Jr. og Björk Linnet. Fyrir átti Drífa dótturina Söru Jasmín. Að sögn Drífu lítur hún björtum augum til framtíðar. Hún er með skemmtileg verkefni á teikniborðinu. „Það hefur aldrei neitt annað komið til greina en að eiga gott og innihaldsríkt líf alltaf. Sama hvaða verkefni lífið réttir manni,“ segir Drífa auðmjúk Halli og Drífa á brúðkaupsdaginn þeirra.Drífa Björk Linnet. „Ég bjartsýn og jákvæð að eðlisfari. það getur komið manni langt.“ Afmælisveisla í anda Halla Halli hefði orðið 51 árs 23. ágúst síðastliðinn. Í tilefni dagsins fagnaði fjölskyldan deginum, í hans anda, með rauðvíni og steik. „Við fórum út að borða í Hafnarfirði, heimabænum hans, á Krydd veitingahúsi. Staðurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum. Mamma mín, Anna Árnadóttir, sem reyndist honum alltaf sem móðir, kom með okkur,“ segir Drífa og bætir við: „Halli og mamma voru mjög náin og áttu fallegt samband. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Hún hefur staðið við bakið á mér og krökkunum sem klettur og er með okkur öllum stundum.“ Aðspurð segist Drífa vera óákveðin hvar hún vilji skjóta niður rótum. Sem stendur er fjölskyldan á flakki milli Íslands og Spánar. Halli og Drífa áttu fallegt samband.Drífa Björk Linnet. Lífið of stutt fyrir leiðindi Drífa minntist Halla og tímanna þeirra saman í einlægri færslu á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins. Hún lýsir sambandi þeirra sem fallegu og drama lausu. „Ég var að skoða persónuleg samskipti á milli okkar og gamlar afmæliskveðjur og ég er svo þakklát fyrir hvað ég var dugleg að segja beint við hann hvað ég var þakklát og sjúk í hann alla daga. Samskipti okkar voru alltaf dramalaus og falleg og börnin okkar búa að því alla ævi að svona eigi samskipti milli hjóna að vera,“ segir í færslunni. Að sögn Drífu hafi Halli verið besti maður sem hún hafi kynnst. Enginn sé fulkominn en Halli hafi komist nálægt því. View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk) „Rifrildi og drama eru svo mikill orkuþjófur og óþarfi að það er engum hollt að búa í svoleiðis umhverfi. Stjórnsemi er líka eitruð og allir einstaklingar verða að fá að hafa sýna vængi. Afbrýðisemi er óþolandi og fýlustjórnun og mislyndi er vægast sagt ósjarmerandi. Ekkert af þessu hrjáði Halla svo gangi mér vel bara,“ segir í færslunni. Drífa biðlar til annarra hjóna að venja sig á falleg samskipti. Fyrir sambandið og börnin. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk) Ástin og lífið Tímamót Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fær loksins lík eiginmannsins afhent Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. 5. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Haraldur lést af slysförum þegar eldur kom upp á heimili þeirra hjóna á Tenerife í febrúar fyrra. „Ég ákvað strax að börnin mín myndu ekki missa mömmu sína líka þennan dag og hef ég því gert allt sem ég get til að halda lífi okkar eins líku því og það var áður. Það er náttúrulega engan veginn eins, þar sem bæði pabbi þeirra og heimilið okkar fór samdægurs en þau allavega misstu mig ekki eins og vel getur gerst þegar sorgin heltekur fólk,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Hún trúir því að í kjölfar erfiðis komi eitthvað gott á móti. Halli og yngri dóttir þeirra.Drífa Björk Linnet. „Hugurinn ber mann hálfa leið hvort sem það er í áttina að því góða eða því slæma, ég trúi á það góða svo ég hlýt að fá það.“ Drífa og Haraldur eignuðust tvö börn saman, Harald Loga Jr. og Björk Linnet. Fyrir átti Drífa dótturina Söru Jasmín. Að sögn Drífu lítur hún björtum augum til framtíðar. Hún er með skemmtileg verkefni á teikniborðinu. „Það hefur aldrei neitt annað komið til greina en að eiga gott og innihaldsríkt líf alltaf. Sama hvaða verkefni lífið réttir manni,“ segir Drífa auðmjúk Halli og Drífa á brúðkaupsdaginn þeirra.Drífa Björk Linnet. „Ég bjartsýn og jákvæð að eðlisfari. það getur komið manni langt.“ Afmælisveisla í anda Halla Halli hefði orðið 51 árs 23. ágúst síðastliðinn. Í tilefni dagsins fagnaði fjölskyldan deginum, í hans anda, með rauðvíni og steik. „Við fórum út að borða í Hafnarfirði, heimabænum hans, á Krydd veitingahúsi. Staðurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum. Mamma mín, Anna Árnadóttir, sem reyndist honum alltaf sem móðir, kom með okkur,“ segir Drífa og bætir við: „Halli og mamma voru mjög náin og áttu fallegt samband. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Hún hefur staðið við bakið á mér og krökkunum sem klettur og er með okkur öllum stundum.“ Aðspurð segist Drífa vera óákveðin hvar hún vilji skjóta niður rótum. Sem stendur er fjölskyldan á flakki milli Íslands og Spánar. Halli og Drífa áttu fallegt samband.Drífa Björk Linnet. Lífið of stutt fyrir leiðindi Drífa minntist Halla og tímanna þeirra saman í einlægri færslu á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins. Hún lýsir sambandi þeirra sem fallegu og drama lausu. „Ég var að skoða persónuleg samskipti á milli okkar og gamlar afmæliskveðjur og ég er svo þakklát fyrir hvað ég var dugleg að segja beint við hann hvað ég var þakklát og sjúk í hann alla daga. Samskipti okkar voru alltaf dramalaus og falleg og börnin okkar búa að því alla ævi að svona eigi samskipti milli hjóna að vera,“ segir í færslunni. Að sögn Drífu hafi Halli verið besti maður sem hún hafi kynnst. Enginn sé fulkominn en Halli hafi komist nálægt því. View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk) „Rifrildi og drama eru svo mikill orkuþjófur og óþarfi að það er engum hollt að búa í svoleiðis umhverfi. Stjórnsemi er líka eitruð og allir einstaklingar verða að fá að hafa sýna vængi. Afbrýðisemi er óþolandi og fýlustjórnun og mislyndi er vægast sagt ósjarmerandi. Ekkert af þessu hrjáði Halla svo gangi mér vel bara,“ segir í færslunni. Drífa biðlar til annarra hjóna að venja sig á falleg samskipti. Fyrir sambandið og börnin. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk)
Ástin og lífið Tímamót Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fær loksins lík eiginmannsins afhent Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. 5. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Fær loksins lík eiginmannsins afhent Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. 5. ágúst 2022 11:02