Þá fjöllum við áfram um uppbyggingaráform á Kársnesinu í Kópavogi sem hafa vakið harðar deilur í bæjarstjórninni. Við heyrum í fulltrúa Viðreisnar um málið.
Að auki segjum við frá enn einni kærunni á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta sem var handtekinn í skamma stund í gær áður en honum var sleppt gegn tryggingu.
Einnig fjöllum við um skort á ADHD lyfinu Elevanse og munu vera dæmi um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði.