Bæjarstjóri mætti ekki til að rökstyðja úthlutun án útboðs Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Theodóra S. Þorsteinsdóttir er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi minnihlutans í Kópavogi segir skýringar bæjarstjóra, á því hvers vegna lóðinni Reit þrettán var úthlutað án útboðs, ekki halda neinu vatni. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra. Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra.
Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20