Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2023 14:01 Erlendir miðlar hafa eftir sérfræðingum að uppátæki á borð við #eggprank geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar traust barnsins á foreldrum sínum. Getty Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu. Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira