Ritar opið bréf til Vöndu: „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“ Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 08:01 Lið KF/Dalvíkur ásamt Friðjóni Árna þjálfara liðsins og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ Samsett mynd Friðjón Árni Sigurvinsson, þjálfari fjórða flokks kvenna KF/Dalvíkur í fótbolta, ritar opið bréf til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, og birtir á samfélagsmiðlum. Greinir Friðjón Árni þar frá raunum liðsins sem fær ekki, sökum reglugerðar KSÍ, að taka þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Reglugerðin sé sem rýtingur í brjóst stelpnanna sem sitji eftir niðurbrotnar. Friðjón Árni ritar þetta opna bréf til Vöndu þar sem að hann segir hana of upptekna við önnur mál þessa dagana til þess að svara 4. flokks þjálfara út á landi, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst. Fjórði flokkur kvenna í fótbolta hjá KF/Dalvík skráði eitt lið til leiks á Íslandsmótið í sumar. Liðið var skráð sem B-lið þar sem forráðamenn liðsins töldu getubilið vera mikið í liðinu og að sama skapi sé fjöldi leikmanna ekki mikill hjá fjórða flokki. „Einnig vildum að þær fengu verkefni við hæfi. Liðið kom svo öllum á óvart og er búið að vera frábært í sumar og vann sinn riðill á Íslandsmótinu. Við fáum svo þau skilaboð að vegna þess að við erum ekki með lið í A-liða keppni fær liðið ekki að taka þátt í úrslitakeppninni sem stelpurnar stefndu á í allt sumar.“ Í reglugerðum KSÍ er það skýrt að slíkt að B-lið geti ekki tekið þátt í úslitakeppni. „Mér finnst hins vegar sú regla og reglugerð barn síns tíma þar sem þarna er verið að útiloka minni félög frá því að eiga séns á glæstum árangri. Með þessu má ætla að það sé yfirlýst stefna að stærri félögin eigi ein að eiga möguleika á því að verða Íslandsmeistarar. Er eðlilegt að einungis lið frá Breiðablik, Stjörnunni/Álftanes, FH/ÍH, KA eða öðrum fjölmennum félögum geti hampað Íslandsmeistaratitlum? Og að fjöldi iðkenda hafi þar úrslitaáhrif?“ „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“ Friðjón Árni spyr hvort að KSÍ sé virkilega endanlega orðið að höfuðborgarsamtökum. „Sem skeytir lítið um félögin úti á landi sem eru að berjast í því að halda úti liðum í öllum flokkum af báðum kynjum og finnst eðlilegast að félögin sem eru með flesta iðkendur standi framar öðrum? Er það í anda KSÍ að fámennum liðum eins og KF/Dalvík og fleirum sé gert það ómögulegt að sigra og ná eftirminnilegum árangri og uppskera eftir erfiði vinnu sinnar? Þessi stefna og reglugerð er sem rýtingur í brjóst okkar stelpna og gerir lítið úr þeirri metnaðarfullu uppbyggingu sem á sér nú stað í kvennaboltanum hér út með Eyjafirði. KSÍ þarf að gera betur svo fólk í minni byggðum á landsbyggðinni trúi því að allir eigi möguleika á því að sigra. Það er nógu erfitt að halda stelpum á þessum aldri inn í fótbolta í þessum litlu sveitarfélögum hvað þá þegar þær fá svona skell að öll vinnan og markmiðum sé sópað út af borðinu út af úreltri reglugerð hjá KSÍ.“ Mölbrotin reglugerð Hann veltir því fyrir sér til hvers KF/Dalvík sé þá yfir höfuð að taka þátt í Íslandsmótinu, ef liðið eigi síðan ekki möguleika á árangri? „Það gjaldfellir líka algjörlega mótið ef lið sem endar í 4.-8. sæti í riðli, fær sæti í úrslitakeppni bara af því að það er A-lið frá þeim í keppni. Að sama skapi get ég ekki ímyndað mér að það sé einhver vilji frá þeim félögum til að taka þátt í svoleiðis leik, að leika í úrslitakeppni án þess að hafa náð árangri. Það er ekki í anda keppnisíþrótta.“ Í sömu reglugerð sé minnst á að Íslandsmótið eigi að vera svæðisskipt og svo sé úrslitakeppni á milli svæða. „Þessi reglugerð er mölbrotin og algerlega virt að vettugi,“ skrifar Friðjón. „Við höfum farið í sjö útileiki í fimm ferðum og keyrt um 900 km í hvert skipti. Við höfum þrisvar farið til Reykjavíkur, einu sinni á Reykjanesið og í eitt skipti á Hvolsvöll. Ég veit ekki hvernig KSÍ sér landshlutana en þessir landshlutar eru svo sannarlega ekki á okkar svæði. Kostnaður við þessi ferðalög er líka gríðarlegur og veltur í heildina á milljónum sem stelpurnar hafa unnið hörðum höndum að safna fyrir.“ Það sé mjög skrýtið að fara eftir einni reglu í reglugerðinni en hunsa svo aðra. „Bara eftir hentisemi KSÍ. Við hefðum jafnvel skipulagt sumarið með allt öðrum hætti hefðum við vitað af þessari reglu og velt fyrir okkur hvort fjármunum væri ekki verið betur varið við keppni nærri heimahögunum og á móti erlendis eða eitthvað sambærilegt. Ég hafði samband við mótastjóra KSÍ sem sagði mér að rökin fyrir þessari reglu væru augljós. Ég er greinilega ekki þannig þenkjandi því rökin eru alls ekki augljós í mínum huga því ekki skrái ég lið með það að markmiði að rústa mótinu. Það græðir enginn neitt á því, allra síst leikmenn sem ég þjálfa og kenni að bera virðingu fyrir sanngirni og heilindum innan vallar sem utan. Ég trúi því heldur ekki að mótastjóri geti ekki metið hvert tilfelli fyrir sig í stað þess að skýla sér á bak við regluverk. Þetta tilfelli, sem er 4. fl. lið KF/Dalvíkur er vonandi þannig vaxið að hægt sé að meta okkur í hag.“ Ómögulegt að útskýra þetta fyrir stelpunum Friðjón Árni segir leikmenn fjórða flokks KF/Dalvíkur þrá að fá jákvætt svar við þessu bréfi. „Sem og annað knattspyrnufólk úr fámennum félögum sem heldur kannski enn að lið þeirra geti unnið titla séu liðin nógu góð. Er möguleiki að stelpurnar fái að taka þátt í úrslitakeppni eins og þær eiga skilið og hafa unnið sér inn? Ef það er ekki mögulegt velti ég því upp hvort KSÍ ætli að greiða ferðakostnaðinn fyrir okkur þar sem KSÍ braut reglugerðina um svæðaskiptinguna vísvitandi? Ef stelpurnar fá að taka þátt í úrslitakeppni og falla úr leik í fyrstu umferð er það hluti af leiknum, en að vera meinuð þátttaka út af reglugerð er eitthvað sem er ómögulegt að útskýra fyrir þeim. Ég veit allavegana að þær eru niðurbrotnar og vonsviknar nú þegar. Hver sem niðurstaðan verður mun ég þjálfari liðsins og aðrir aðstandendur gera allt sem í okkar valdi stendur að hvetja þær til dáða og gæta þess að fótboltaáhugi þeirra og sjálfstraust bíði ekki hnekki.“ Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Íþróttir barna KSÍ Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Friðjón Árni ritar þetta opna bréf til Vöndu þar sem að hann segir hana of upptekna við önnur mál þessa dagana til þess að svara 4. flokks þjálfara út á landi, hvorki í síma né í gegnum tölvupóst. Fjórði flokkur kvenna í fótbolta hjá KF/Dalvík skráði eitt lið til leiks á Íslandsmótið í sumar. Liðið var skráð sem B-lið þar sem forráðamenn liðsins töldu getubilið vera mikið í liðinu og að sama skapi sé fjöldi leikmanna ekki mikill hjá fjórða flokki. „Einnig vildum að þær fengu verkefni við hæfi. Liðið kom svo öllum á óvart og er búið að vera frábært í sumar og vann sinn riðill á Íslandsmótinu. Við fáum svo þau skilaboð að vegna þess að við erum ekki með lið í A-liða keppni fær liðið ekki að taka þátt í úrslitakeppninni sem stelpurnar stefndu á í allt sumar.“ Í reglugerðum KSÍ er það skýrt að slíkt að B-lið geti ekki tekið þátt í úslitakeppni. „Mér finnst hins vegar sú regla og reglugerð barn síns tíma þar sem þarna er verið að útiloka minni félög frá því að eiga séns á glæstum árangri. Með þessu má ætla að það sé yfirlýst stefna að stærri félögin eigi ein að eiga möguleika á því að verða Íslandsmeistarar. Er eðlilegt að einungis lið frá Breiðablik, Stjörnunni/Álftanes, FH/ÍH, KA eða öðrum fjölmennum félögum geti hampað Íslandsmeistaratitlum? Og að fjöldi iðkenda hafi þar úrslitaáhrif?“ „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“ Friðjón Árni spyr hvort að KSÍ sé virkilega endanlega orðið að höfuðborgarsamtökum. „Sem skeytir lítið um félögin úti á landi sem eru að berjast í því að halda úti liðum í öllum flokkum af báðum kynjum og finnst eðlilegast að félögin sem eru með flesta iðkendur standi framar öðrum? Er það í anda KSÍ að fámennum liðum eins og KF/Dalvík og fleirum sé gert það ómögulegt að sigra og ná eftirminnilegum árangri og uppskera eftir erfiði vinnu sinnar? Þessi stefna og reglugerð er sem rýtingur í brjóst okkar stelpna og gerir lítið úr þeirri metnaðarfullu uppbyggingu sem á sér nú stað í kvennaboltanum hér út með Eyjafirði. KSÍ þarf að gera betur svo fólk í minni byggðum á landsbyggðinni trúi því að allir eigi möguleika á því að sigra. Það er nógu erfitt að halda stelpum á þessum aldri inn í fótbolta í þessum litlu sveitarfélögum hvað þá þegar þær fá svona skell að öll vinnan og markmiðum sé sópað út af borðinu út af úreltri reglugerð hjá KSÍ.“ Mölbrotin reglugerð Hann veltir því fyrir sér til hvers KF/Dalvík sé þá yfir höfuð að taka þátt í Íslandsmótinu, ef liðið eigi síðan ekki möguleika á árangri? „Það gjaldfellir líka algjörlega mótið ef lið sem endar í 4.-8. sæti í riðli, fær sæti í úrslitakeppni bara af því að það er A-lið frá þeim í keppni. Að sama skapi get ég ekki ímyndað mér að það sé einhver vilji frá þeim félögum til að taka þátt í svoleiðis leik, að leika í úrslitakeppni án þess að hafa náð árangri. Það er ekki í anda keppnisíþrótta.“ Í sömu reglugerð sé minnst á að Íslandsmótið eigi að vera svæðisskipt og svo sé úrslitakeppni á milli svæða. „Þessi reglugerð er mölbrotin og algerlega virt að vettugi,“ skrifar Friðjón. „Við höfum farið í sjö útileiki í fimm ferðum og keyrt um 900 km í hvert skipti. Við höfum þrisvar farið til Reykjavíkur, einu sinni á Reykjanesið og í eitt skipti á Hvolsvöll. Ég veit ekki hvernig KSÍ sér landshlutana en þessir landshlutar eru svo sannarlega ekki á okkar svæði. Kostnaður við þessi ferðalög er líka gríðarlegur og veltur í heildina á milljónum sem stelpurnar hafa unnið hörðum höndum að safna fyrir.“ Það sé mjög skrýtið að fara eftir einni reglu í reglugerðinni en hunsa svo aðra. „Bara eftir hentisemi KSÍ. Við hefðum jafnvel skipulagt sumarið með allt öðrum hætti hefðum við vitað af þessari reglu og velt fyrir okkur hvort fjármunum væri ekki verið betur varið við keppni nærri heimahögunum og á móti erlendis eða eitthvað sambærilegt. Ég hafði samband við mótastjóra KSÍ sem sagði mér að rökin fyrir þessari reglu væru augljós. Ég er greinilega ekki þannig þenkjandi því rökin eru alls ekki augljós í mínum huga því ekki skrái ég lið með það að markmiði að rústa mótinu. Það græðir enginn neitt á því, allra síst leikmenn sem ég þjálfa og kenni að bera virðingu fyrir sanngirni og heilindum innan vallar sem utan. Ég trúi því heldur ekki að mótastjóri geti ekki metið hvert tilfelli fyrir sig í stað þess að skýla sér á bak við regluverk. Þetta tilfelli, sem er 4. fl. lið KF/Dalvíkur er vonandi þannig vaxið að hægt sé að meta okkur í hag.“ Ómögulegt að útskýra þetta fyrir stelpunum Friðjón Árni segir leikmenn fjórða flokks KF/Dalvíkur þrá að fá jákvætt svar við þessu bréfi. „Sem og annað knattspyrnufólk úr fámennum félögum sem heldur kannski enn að lið þeirra geti unnið titla séu liðin nógu góð. Er möguleiki að stelpurnar fái að taka þátt í úrslitakeppni eins og þær eiga skilið og hafa unnið sér inn? Ef það er ekki mögulegt velti ég því upp hvort KSÍ ætli að greiða ferðakostnaðinn fyrir okkur þar sem KSÍ braut reglugerðina um svæðaskiptinguna vísvitandi? Ef stelpurnar fá að taka þátt í úrslitakeppni og falla úr leik í fyrstu umferð er það hluti af leiknum, en að vera meinuð þátttaka út af reglugerð er eitthvað sem er ómögulegt að útskýra fyrir þeim. Ég veit allavegana að þær eru niðurbrotnar og vonsviknar nú þegar. Hver sem niðurstaðan verður mun ég þjálfari liðsins og aðrir aðstandendur gera allt sem í okkar valdi stendur að hvetja þær til dáða og gæta þess að fótboltaáhugi þeirra og sjálfstraust bíði ekki hnekki.“
Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Íþróttir barna KSÍ Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira