Réttlæti hins sterka. Dómarar og dómar Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. ágúst 2023 07:30 Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun