Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 14:04 Hildur hyggst leggja fram frumvarpið í haust. Lífskraftur Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur
Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent