Loftslagsréttur skyldufag í lagadeild Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 13:59 Dr. Bjarni Már Magnússon, deildarforseti lagadeildar Bifrastar. Vísir/Baldur Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur fyrst allra íslenskra lagadeilda gert loftslagsrétt að skyldufagi í meistaranámi við deildina. Í tilkynningu þess efnis segir að það sé gert í framhaldi af stefnu sem mörkuð var í tilefni af tuttugu ára afmæli deildarinnar árið 2021, að leggja bæri áherslu á sjálfbærni annars vegar og nýsköpun og tækni hins vegar í kennslu við deildina. Það hafi verið gert annars vegar með sérstökum námskeiðum á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og tækniréttar og hins vegar með því að flétta sjónarhorni þessara umbreytandi þátta inn í kennslu í rótgrónari greinum lögfræðinnar. Mikil réttarframkvæmd á sviðinu Þá segir að ein helsta áskorun nútímans snúi að áhrifum loftslagsbreytinga á samfélög heimsins. Loftslagsbreytingar snerti nær öll svið mannlífsins, þar með talið orkumál, samgöngur, fjármagnsflæði, skipulagsmál, landnotkun og fólksflutninga. Undanfarið hafi mikil áhersla verið á þróun löggjafar til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga og innleiðingu á alþjóðlegum skuldbindingum en löggjöf og stefnumótun í málaflokknum byggi á umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Auk þess hafi gríðarlegur fjöldi dómsmála verið höfðaður um allan heim til að knýja ríki og fyrirtæki til að draga úr skaðlegri losun og bregðast heilt yfir með víðtækari hætti við aðsteðjandi vanda. Mæta kröfum bæði atvinnulífsins og samfélagsins í heild Í tilkynningu segir að í loftslagsrétti sé fjallað um lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis auk þess sem það sé sett í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur á sviði loftslags- og orkumála. Þá sé farið yfir markmið og aðgerðir íslenska ríkisins á grundvelli Parísarsamningsins auk þess sem fjallað sé um stefnumarkandi og áhugaverð dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn ríkjum og fyrirtækjum á sviði loftslagsmála. „Ákvörðunin um að gera loftslagsrétt að skyldufagi var tekin til að mæta kröfum atvinnulífsins og samfélagsins yfirhöfuð sem í sífellt auknum mæli kallar eftir sérfræðiþekkingu um loftslagsmál í ljósi margvíslegs regluverks er snertir málaflokkinn. Með þessu teljum við að nemendur lagadeildar Háskólans á Bifröst mæti sterkari til leiks út í atvinnulífið og geti mætt áskorunum nútímans sem og framtíðarinnar,“ er haft eftir Dr. Bjarna Máa Magnússyni, deildarforseta lagadeildar Bifrastar. Háskólar Loftslagsmál Borgarbyggð Skóla - og menntamál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að það sé gert í framhaldi af stefnu sem mörkuð var í tilefni af tuttugu ára afmæli deildarinnar árið 2021, að leggja bæri áherslu á sjálfbærni annars vegar og nýsköpun og tækni hins vegar í kennslu við deildina. Það hafi verið gert annars vegar með sérstökum námskeiðum á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og tækniréttar og hins vegar með því að flétta sjónarhorni þessara umbreytandi þátta inn í kennslu í rótgrónari greinum lögfræðinnar. Mikil réttarframkvæmd á sviðinu Þá segir að ein helsta áskorun nútímans snúi að áhrifum loftslagsbreytinga á samfélög heimsins. Loftslagsbreytingar snerti nær öll svið mannlífsins, þar með talið orkumál, samgöngur, fjármagnsflæði, skipulagsmál, landnotkun og fólksflutninga. Undanfarið hafi mikil áhersla verið á þróun löggjafar til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga og innleiðingu á alþjóðlegum skuldbindingum en löggjöf og stefnumótun í málaflokknum byggi á umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Auk þess hafi gríðarlegur fjöldi dómsmála verið höfðaður um allan heim til að knýja ríki og fyrirtæki til að draga úr skaðlegri losun og bregðast heilt yfir með víðtækari hætti við aðsteðjandi vanda. Mæta kröfum bæði atvinnulífsins og samfélagsins í heild Í tilkynningu segir að í loftslagsrétti sé fjallað um lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis auk þess sem það sé sett í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur á sviði loftslags- og orkumála. Þá sé farið yfir markmið og aðgerðir íslenska ríkisins á grundvelli Parísarsamningsins auk þess sem fjallað sé um stefnumarkandi og áhugaverð dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn ríkjum og fyrirtækjum á sviði loftslagsmála. „Ákvörðunin um að gera loftslagsrétt að skyldufagi var tekin til að mæta kröfum atvinnulífsins og samfélagsins yfirhöfuð sem í sífellt auknum mæli kallar eftir sérfræðiþekkingu um loftslagsmál í ljósi margvíslegs regluverks er snertir málaflokkinn. Með þessu teljum við að nemendur lagadeildar Háskólans á Bifröst mæti sterkari til leiks út í atvinnulífið og geti mætt áskorunum nútímans sem og framtíðarinnar,“ er haft eftir Dr. Bjarna Máa Magnússyni, deildarforseta lagadeildar Bifrastar.
Háskólar Loftslagsmál Borgarbyggð Skóla - og menntamál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira