Meintur handrukkari aftur á bak við lás og slá Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 15:21 Maðurinn er á leiðinni í fangelsi aftur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir. Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt. Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt.
Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira