Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 08:34 Tölvumynd af fyrirhugaðri Hvammsvirkjun í Þjórsá, sem nú er í biðstöðu. Landsvirkjun Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Frá þessu greinir Morgunblaðið en um er að ræða spá um þróun framboðs og eftirspurnar á raforku 2023 til 2060. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Kostir í nýtingaflokki rammaáætlunar muni ekki duga til að mæta eftirspurn eftir raforku. Landsnet telur að horfa þurfi til annarra og fjölbreyttari orkugjafa til að ná settum markmiðum, til að mynda vindorku og jafnvel sólarorku. Rammaáætlun verði að samræma orkuþörf. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í spá Landsnets að nú séu í undirbúningi virkjanir sem koma inn í rekstur á næstu fimm árum en Landsneti telji mikilvægt að hafinn verði undirbúningur virkjana sem koma í rekstur næstu fimm til tíu árin á eftir. Einnig þurfi að huga að uppbyggingu innviða, bæði flutnings- og dreifikerfa. „Ef við lítum á virkjanirnar og raforkuframleiðslu þeirra, þá dugar rammaáætlunin til að svara eftirspurn fyrstu árin en síðan fer að skilja á milli. Þá þarf að fjölga orkuöflunarmöguleikum, bæði í vatnsafli og jarðvarma, en einnig þarf að taka inn nýja orkugjafa eins og vindorku og síðan sólarorku,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. „Það er talsverð óvissa í þessari orkuspá og því setjum við fram tvær sviðsmyndir, annars vegar að markmið stjórnvalda náist 2040 og hins vegar að þau náist ekki fyrr en 2060. Þess vegna þarf að fara að taka ákvarðanir um virkjanir mjög fljótlega, ef við ætlum að fylla í það gat sem þá verður og markmiðin eiga að nást. Okkar niðurstaða er sú að með aukinni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við 2050.“ Í raforkuspánni er einnig fjallað um þátt millilandaflugs og siglinga. „Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn. Fyrri sviðsmyndin sýnir hvernig eftirspurn eftir orku muni þróast ef fullum orkuskiptum verður náð árið 2040 í takt við núverandi áætlanir stjórnvalda. Sú seinni ef að fullum orkuskiptum verður náð tveimur áratugum síðar en stefna stjórnvalda segir eða árið 2060. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir að sá hluti innleiðingar orkuskipta sem krefst mestrar raforku nái yfir 37 ára tímabil héðan í frá. Ástæður þess gætu verið að tæknin sem þarf til að framleiða rafeldsneyti fyrir skip og flugvélar verði lengur í þróun og eða hagkvæmni þess ekki nægileg til þess að styðja við örari framgang og innleiðingu.“ Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en um er að ræða spá um þróun framboðs og eftirspurnar á raforku 2023 til 2060. Landsnet spáir því að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Kostir í nýtingaflokki rammaáætlunar muni ekki duga til að mæta eftirspurn eftir raforku. Landsnet telur að horfa þurfi til annarra og fjölbreyttari orkugjafa til að ná settum markmiðum, til að mynda vindorku og jafnvel sólarorku. Rammaáætlun verði að samræma orkuþörf. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í spá Landsnets að nú séu í undirbúningi virkjanir sem koma inn í rekstur á næstu fimm árum en Landsneti telji mikilvægt að hafinn verði undirbúningur virkjana sem koma í rekstur næstu fimm til tíu árin á eftir. Einnig þurfi að huga að uppbyggingu innviða, bæði flutnings- og dreifikerfa. „Ef við lítum á virkjanirnar og raforkuframleiðslu þeirra, þá dugar rammaáætlunin til að svara eftirspurn fyrstu árin en síðan fer að skilja á milli. Þá þarf að fjölga orkuöflunarmöguleikum, bæði í vatnsafli og jarðvarma, en einnig þarf að taka inn nýja orkugjafa eins og vindorku og síðan sólarorku,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. „Það er talsverð óvissa í þessari orkuspá og því setjum við fram tvær sviðsmyndir, annars vegar að markmið stjórnvalda náist 2040 og hins vegar að þau náist ekki fyrr en 2060. Þess vegna þarf að fara að taka ákvarðanir um virkjanir mjög fljótlega, ef við ætlum að fylla í það gat sem þá verður og markmiðin eiga að nást. Okkar niðurstaða er sú að með aukinni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við 2050.“ Í raforkuspánni er einnig fjallað um þátt millilandaflugs og siglinga. „Til að bregðast við óvissu um þann hluta orkuskipta sem snýr að millilandaflugi og siglingum, sem jafnframt er sá hluti orkuskiptanna sem krefjast munu mestrar orku, eru settar fram tvær ólíkar sviðsmyndir um þróun þeirra og tilheyrandi eftirspurn. Fyrri sviðsmyndin sýnir hvernig eftirspurn eftir orku muni þróast ef fullum orkuskiptum verður náð árið 2040 í takt við núverandi áætlanir stjórnvalda. Sú seinni ef að fullum orkuskiptum verður náð tveimur áratugum síðar en stefna stjórnvalda segir eða árið 2060. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir að sá hluti innleiðingar orkuskipta sem krefst mestrar raforku nái yfir 37 ára tímabil héðan í frá. Ástæður þess gætu verið að tæknin sem þarf til að framleiða rafeldsneyti fyrir skip og flugvélar verði lengur í þróun og eða hagkvæmni þess ekki nægileg til þess að styðja við örari framgang og innleiðingu.“
Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira