Hvers eiga bændur að gjalda? Alexandra Rós Jóhannesdóttir skrifar 23. ágúst 2023 16:01 Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. Má þá spyrja sig hvort að markmiðið með þessu sé að útrýma litlum og miðlungsstórum fjárbúum í landinu. Stuðningur við smáframleiðendur virðist vera af skornum skammti ef marka má nýja gjaldskrá og má ætla að með þessu sé vilji fyrir því að slátrun fari einungis fram í stórum sláturhúsum þar sem að fáir einstaklingar græða meira. Hér má ég til með að nefna kolefnissporið sem fylgir því að senda allt á stóru sláturhúsin í staðin fyrir þau sem eru í héraði eða slátra heima fyrir. Þetta verður til þess engin sala verður hjá þeim sem selja kjötafurðir milliliðalaust og fjölbreytni í landinu fer minnkandi. Það er vaxandi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum og er því tækifæri til nýsköpunar fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Einnig er mikil aukning vinsælda er á vörum sem eru beint frá býli um þessar mundir þar sem íslenskir bændur leggja mikið upp úr góðu ræktunarstarfi. Í 2. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 er skýrt tekið fram að markmið laganna sé að stutt sé við almenn starfsskilyrði við framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði. Tel ég að með breyttri gjaldskrá að forsendur séu að breytast og ekki sé verið að hugsa um hag bænda. Ef að við almúginn gætum ekki að velferð smáframleiðanda og látum okkur íslenska matvælaframleiðslu varða hver gerir það þá? Höfundur skipar 2. sæti á L-listanum og er sveitarstjórnarfulltrúi í Hrunamannahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Sjá meira
Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. Má þá spyrja sig hvort að markmiðið með þessu sé að útrýma litlum og miðlungsstórum fjárbúum í landinu. Stuðningur við smáframleiðendur virðist vera af skornum skammti ef marka má nýja gjaldskrá og má ætla að með þessu sé vilji fyrir því að slátrun fari einungis fram í stórum sláturhúsum þar sem að fáir einstaklingar græða meira. Hér má ég til með að nefna kolefnissporið sem fylgir því að senda allt á stóru sláturhúsin í staðin fyrir þau sem eru í héraði eða slátra heima fyrir. Þetta verður til þess engin sala verður hjá þeim sem selja kjötafurðir milliliðalaust og fjölbreytni í landinu fer minnkandi. Það er vaxandi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum og er því tækifæri til nýsköpunar fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Einnig er mikil aukning vinsælda er á vörum sem eru beint frá býli um þessar mundir þar sem íslenskir bændur leggja mikið upp úr góðu ræktunarstarfi. Í 2. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 er skýrt tekið fram að markmið laganna sé að stutt sé við almenn starfsskilyrði við framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði. Tel ég að með breyttri gjaldskrá að forsendur séu að breytast og ekki sé verið að hugsa um hag bænda. Ef að við almúginn gætum ekki að velferð smáframleiðanda og látum okkur íslenska matvælaframleiðslu varða hver gerir það þá? Höfundur skipar 2. sæti á L-listanum og er sveitarstjórnarfulltrúi í Hrunamannahreppi.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun