Íslenski boltinn

Besti þátturinn: Jón Jóns­son reif fram skóna og keppti fyrir Þrótt Reykja­vík

Aron Guðmundsson skrifar
Jón var ekki lengi að redda málunum þegar að stuðningsmaður Þróttar Reykjavíkur forfallaðist
Jón var ekki lengi að redda málunum þegar að stuðningsmaður Þróttar Reykjavíkur forfallaðist Vísir/Skjáskot

Þáttur þrjú af Besta þættinum er kominn út en að þessu sinni mættust lið Þróttar og FH í skemmtilegri viðureign. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs.

Stuðningsmaður Þróttar þurfti að afboða komu sína með stuttum fyrirvara og þá voru góð ráð dýr. Jón Jónsson þáttstjórnandi var ekki lengi að leysa það verkefni með að því að setja sjálfan sig í lið Þróttar og fá Diljá Pétursdóttir Eurovisionfara til að stýra þættinum en Jón spilaði með þrótti frá 2006 – 2009. 

Með Jóni í liði Þróttar var Katie Cousins og á móti þeim voru það Emil Hallfreðsson fyrrum landsliðsmaður og Valgerður Ósk Valsdóttir leikmaður FH, sem reyndar hefur verið lánuð til Breiðabliks frá því að þátturinn var tekinn upp.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: 

Klippa: Besti þátturinn: Jón Jónsson reif fram skóna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×