Erlingur var ekki sóttur með Boeing einkaflugvél eins og Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 10:01 Erlingur Birgir Richardsson gerði mjög flotta hluti með ÍBV liðið og gerði það að Íslandsmeisturum í vor. Vísir/Anton Íslandsmeistaraþjálfarinn Erlingur Birgir Richardsson var ekki lengi atvinnulaus en hann er orðinn aftur landsliðsþjálfari og það í Sádí Arabíu. Það verður nóg að gera hjá Erlingi og nýju lærisveinum hans í vetur. Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu
Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira