Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Milljarða tap er á hvalveiðum og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið eru lítil sem engin samkvæmt nýrri skýrslu matvælaráðuneytisins. Ráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald veiðanna fyrir mánaðamót.

Við förum yfir skýrsluna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum málið við tvo þingmenn í beinni útsendingu.

Fleiri eru taldir búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði en áður og sérfræðingur í brunavörnum segir mikilvægt að koma tillögum, sem eiga að auka öryggi þeirra, í gegnum þingið. Bruninn á Hvaleyrarbraut er til rannsóknar hjá lögreglu.

Við fylgjumst einnig með aðgerðum í Pakistan þar sem börnum var bjargað úr kláf í mikilli hæð, sjáum bandarískar sprengjuþotur sem voru í lágflugi yfir suðvesturhorninu í dag og kíkjum á skólasetningu þar sem við heyrum í nemendum um svokallað símafrí sem hefur verið tekið upp í Laugalækjarskóla - en börnin hafa afar misjafnar skoðanir á því.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×