„Ég er heppin að vera á lífi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2023 20:00 Birna Baldursdóttir er afar aktív í útivist en verður að taka því rólega á næstunni. Hún er þó farin að fara í göngutúra viku eftir slysið. Birna Bald Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum. Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri. Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri.
Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49