Anníe Mist var sárþjáð á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert upp heimsleikana í nokkrum færslum á samfélagsmiðlum og þar kom í ljós að hún gekk ekki alveg heil til skógar á heimsleikunum í ár. Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira