Segja klasasprengjurnar nýtast vel gegn Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2023 22:07 Hermenn skjóta sprengjukúlum að rússneskum hermönnum í Dónetskhéraði. Getty/Roman Chop Úkraínskir hermenn segja klasasprengjur hafa nýst vel gegn Rússum á undanförnum vikum. Þær nýtist sérstaklega vel til að stöðva árásir Rússa í austurhluta landsins, á meðan Úkraínumenn reyna að sækja fram í suðri. Klasasprengjur nýtast ekki vel gegn vel búnum skotgröfum með byrgjum en eru mikið notaðar til að stöðva árásir Rússa og til að þvinga rússneska hermenn í skjól og gera þeim erfiðara að skjóta á úkraínska hermenn þegar þeir gera árásir. „Þegar við byrjum að skjóta klasasprengjum, hverfa Rússarnir í skjól. Þeir stinga ekki einu sinni nefunum út,“ sagði einn yfirmaður við blaðamann Washington Post, sem fékk nýverið aðgang að hermönnum sem nota sprengjurnar umdeildu. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 123 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum. Grófa mynd af stöðunni í Úkraínu má sjá hér á kortum hugveitunnar Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats. Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/NzTBPYeWYh— ISW (@TheStudyofWar) August 21, 2023 Rússar kvarta Stórskotalið spilar stóra rullu í stríðinu í Úkraínu en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna tók í sumar þá ákvörðun að senda Úkraínumönnum klasasprengjur fyrir stórskotalið. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Skortur hefur verið á hefðbundnum sprengjukúlum fyrir stórskotalið. Frá því Úkraínumenn fengu sprengjurnar, sem skotið er úr hefðbundnum stórskotaliðsvopnum, hafa rússneskir herbloggarar einnig talað um að þær hafi reynst rússneskum hermönnum erfiðar. Það virðist sérstaklega eiga við í suðri þar sem Úkraínumenn eru sagðir hafa náð staðbundnum yfirráðum þegar kemur að stórskotaliði. Úkraínskir hermenn hafa reynt að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en umfangsmikil jarðsprengjusvæði og sterkar varnir hafa gert þeim erfitt að sækja fram. Í morgun bárust fregnir af því að Úkraínumenn hefðu tekið bæinn Robotyne í Sapórisjíahéraði en barist hefur verið um hann í nokkrar vikur. Robotyne.Last night I was informed by a source that Robotyne was liberated. Clarification this morning: it occured after 'a small battle at night at the checkpoint at the southern part'. This morning I received confirmation from a seperate source from the area. (Some Ru https://t.co/LqvP2BUEbW pic.twitter.com/JhOB0BEICf— Dan (@Danspiun) August 21, 2023 Styrkja varnir í austri Blaðamaður Washington Post var í fylgd hermanna í Karkívhéraði, í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar hafa verið að gera árásir og reyna að sækja fram. Rússar hafa einnig verið að sækja fram í átt að borginni Lyman í Dónetskhéraði, en Úkraínumenn frelsuðu hana úr höndum Rússa síðasta haust. Markmið Rússa með þessum sóknum virðist vera að halda úkraínskum hermönnum á svæðinu uppteknum svo þeir geti ekki aðstoðað við sókn Úkraínumanna í suðri. Klasasprengjurnar hafa gert varnir Úkraínumanna mun öflugari, samkvæmt hermönnum sem rætt var við. Einn hermaður sem ræddi við blaðamann Washington Post sagði rússneska hermenn óttast að sækja fram, vegna klasasprengja. Þeir séu berskjaldaðir gegn þeim þegar þeir stíga upp úr skotgröfum sínum en sprengjurnar geta líka valdið skaða á farartækjum sem eru ekki búin mikilli brynvörn. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í Dónetsk-héraði á dögunum. Það sýnir hvernig árás rússneskra hermanna var stöðvuð með jarðsprengjum og stórskotaliðsárásum, þar á meðal með klasasprengjum. Jarðsprengjunum er hægt að dreifa með stórskotaliði. more video of a Russian armored vehicle column being pummeled by Ukrainian artillery and cluster munitions near Klishchiivka, Donetsk Region. (maybe August 19?) (source: https://t.co/uC1X9iojoS) pic.twitter.com/0oha01aiYw— Mike Eckel (@Mike_Eckel) August 21, 2023 Fá herþotur frá Hollandi og Danmörku Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur verið á farandsfæti um Evrópu síðustu daga. Meðal annars hefur hann heimsótt Svíþjóð, Danmörk og Holland. Ráðamenn í Danmörku og Hollandi hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum F-16 orrustuþotur, þegar úkraínskir flugmenn hafa lokið þjálfun. Hollendingar ætla að senda Úkraínumönnum 42 þotur en óljóst er hve margar af þeim eru nothæfar. Einhverjar þeirra eru sagðar hafa verið notaðar í varahluti á undanförnum árum en Úkraínumenn munu fá allt að 61 eina F-16 þotu frá ríkjunum tveimur. Danir og Hollendingar eru báðir að skipta yfir í nýrri og háþróaðri F-35 orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Ekki er búist við því að Úkraínumenn fái fyrstu þoturnar fyrr en sein á næsta ári. Very productive, focused, and concrete talks with @Statsmin Mette Frederiksen. Our pilots and engineers have already began their training in Denmark. Denmark will provide Ukraine with 19 F-16s. We are working on the speed of preparations. During the talks we also discussed pic.twitter.com/WyPVZ5meLj— (@ZelenskyyUa) August 20, 2023 F-16 eru betur vopnum búnar og með betri ratsjár og annan búnað en gömlu herþotur Úkraínumanna. Þær eru orðnar nokkuð gamlar en töluverður munur getur verið á F-16 þotum, eftir því hvenær þær voru framleiddar. Þá mun skipta miklu máli fyrir Úkraínumenn hvaða flugskeyti þeir munu fá með herþotunum. Mannfallið gífurlegt Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í eitt og hálft ár og hafa bæði Rússar og Úkraínumenn orðið fyrir miklu mannfalli. New York Times sagði frá því um helgina að yfirvöld í bandaríkjunum áætluðu að fjöldi látinna og særðra hermanna væri að nálgast hálfa milljón. Erfitt er að segja til um raunverulegt mannfall í stríðinu þar sem Úkraínumenn birta engar tölur um slíkt og tölur yfirvalda í Rússlandi þykja mjög ótrúverðugar. Bandarískir embættismenn segja talið að mannfallið hafi aukist í sumar, samhliða sóknum Úkraínumanna í suðri og við Bakhmut, og sóknum Rússa í austri. Áætlað er að um 120 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið og að allt að 180 þúsund hafi særst. Úkraínumenn er áætlað að um sjötíu þúsund hafi fallið og allt að 120 þúsund hafi særst. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum. 21. ágúst 2023 14:55 Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. 21. ágúst 2023 09:42 Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. 18. ágúst 2023 08:58 Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. 18. ágúst 2023 07:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Klasasprengjur nýtast ekki vel gegn vel búnum skotgröfum með byrgjum en eru mikið notaðar til að stöðva árásir Rússa og til að þvinga rússneska hermenn í skjól og gera þeim erfiðara að skjóta á úkraínska hermenn þegar þeir gera árásir. „Þegar við byrjum að skjóta klasasprengjum, hverfa Rússarnir í skjól. Þeir stinga ekki einu sinni nefunum út,“ sagði einn yfirmaður við blaðamann Washington Post, sem fékk nýverið aðgang að hermönnum sem nota sprengjurnar umdeildu. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 123 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum. Grófa mynd af stöðunni í Úkraínu má sjá hér á kortum hugveitunnar Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats. Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/NzTBPYeWYh— ISW (@TheStudyofWar) August 21, 2023 Rússar kvarta Stórskotalið spilar stóra rullu í stríðinu í Úkraínu en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna tók í sumar þá ákvörðun að senda Úkraínumönnum klasasprengjur fyrir stórskotalið. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Skortur hefur verið á hefðbundnum sprengjukúlum fyrir stórskotalið. Frá því Úkraínumenn fengu sprengjurnar, sem skotið er úr hefðbundnum stórskotaliðsvopnum, hafa rússneskir herbloggarar einnig talað um að þær hafi reynst rússneskum hermönnum erfiðar. Það virðist sérstaklega eiga við í suðri þar sem Úkraínumenn eru sagðir hafa náð staðbundnum yfirráðum þegar kemur að stórskotaliði. Úkraínskir hermenn hafa reynt að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en umfangsmikil jarðsprengjusvæði og sterkar varnir hafa gert þeim erfitt að sækja fram. Í morgun bárust fregnir af því að Úkraínumenn hefðu tekið bæinn Robotyne í Sapórisjíahéraði en barist hefur verið um hann í nokkrar vikur. Robotyne.Last night I was informed by a source that Robotyne was liberated. Clarification this morning: it occured after 'a small battle at night at the checkpoint at the southern part'. This morning I received confirmation from a seperate source from the area. (Some Ru https://t.co/LqvP2BUEbW pic.twitter.com/JhOB0BEICf— Dan (@Danspiun) August 21, 2023 Styrkja varnir í austri Blaðamaður Washington Post var í fylgd hermanna í Karkívhéraði, í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar hafa verið að gera árásir og reyna að sækja fram. Rússar hafa einnig verið að sækja fram í átt að borginni Lyman í Dónetskhéraði, en Úkraínumenn frelsuðu hana úr höndum Rússa síðasta haust. Markmið Rússa með þessum sóknum virðist vera að halda úkraínskum hermönnum á svæðinu uppteknum svo þeir geti ekki aðstoðað við sókn Úkraínumanna í suðri. Klasasprengjurnar hafa gert varnir Úkraínumanna mun öflugari, samkvæmt hermönnum sem rætt var við. Einn hermaður sem ræddi við blaðamann Washington Post sagði rússneska hermenn óttast að sækja fram, vegna klasasprengja. Þeir séu berskjaldaðir gegn þeim þegar þeir stíga upp úr skotgröfum sínum en sprengjurnar geta líka valdið skaða á farartækjum sem eru ekki búin mikilli brynvörn. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í Dónetsk-héraði á dögunum. Það sýnir hvernig árás rússneskra hermanna var stöðvuð með jarðsprengjum og stórskotaliðsárásum, þar á meðal með klasasprengjum. Jarðsprengjunum er hægt að dreifa með stórskotaliði. more video of a Russian armored vehicle column being pummeled by Ukrainian artillery and cluster munitions near Klishchiivka, Donetsk Region. (maybe August 19?) (source: https://t.co/uC1X9iojoS) pic.twitter.com/0oha01aiYw— Mike Eckel (@Mike_Eckel) August 21, 2023 Fá herþotur frá Hollandi og Danmörku Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur verið á farandsfæti um Evrópu síðustu daga. Meðal annars hefur hann heimsótt Svíþjóð, Danmörk og Holland. Ráðamenn í Danmörku og Hollandi hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum F-16 orrustuþotur, þegar úkraínskir flugmenn hafa lokið þjálfun. Hollendingar ætla að senda Úkraínumönnum 42 þotur en óljóst er hve margar af þeim eru nothæfar. Einhverjar þeirra eru sagðar hafa verið notaðar í varahluti á undanförnum árum en Úkraínumenn munu fá allt að 61 eina F-16 þotu frá ríkjunum tveimur. Danir og Hollendingar eru báðir að skipta yfir í nýrri og háþróaðri F-35 orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Ekki er búist við því að Úkraínumenn fái fyrstu þoturnar fyrr en sein á næsta ári. Very productive, focused, and concrete talks with @Statsmin Mette Frederiksen. Our pilots and engineers have already began their training in Denmark. Denmark will provide Ukraine with 19 F-16s. We are working on the speed of preparations. During the talks we also discussed pic.twitter.com/WyPVZ5meLj— (@ZelenskyyUa) August 20, 2023 F-16 eru betur vopnum búnar og með betri ratsjár og annan búnað en gömlu herþotur Úkraínumanna. Þær eru orðnar nokkuð gamlar en töluverður munur getur verið á F-16 þotum, eftir því hvenær þær voru framleiddar. Þá mun skipta miklu máli fyrir Úkraínumenn hvaða flugskeyti þeir munu fá með herþotunum. Mannfallið gífurlegt Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í eitt og hálft ár og hafa bæði Rússar og Úkraínumenn orðið fyrir miklu mannfalli. New York Times sagði frá því um helgina að yfirvöld í bandaríkjunum áætluðu að fjöldi látinna og særðra hermanna væri að nálgast hálfa milljón. Erfitt er að segja til um raunverulegt mannfall í stríðinu þar sem Úkraínumenn birta engar tölur um slíkt og tölur yfirvalda í Rússlandi þykja mjög ótrúverðugar. Bandarískir embættismenn segja talið að mannfallið hafi aukist í sumar, samhliða sóknum Úkraínumanna í suðri og við Bakhmut, og sóknum Rússa í austri. Áætlað er að um 120 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið og að allt að 180 þúsund hafi særst. Úkraínumenn er áætlað að um sjötíu þúsund hafi fallið og allt að 120 þúsund hafi særst.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum. 21. ágúst 2023 14:55 Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. 21. ágúst 2023 09:42 Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. 18. ágúst 2023 08:58 Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. 18. ágúst 2023 07:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum. 21. ágúst 2023 14:55
Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. 21. ágúst 2023 09:42
Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. 18. ágúst 2023 08:58
Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. 18. ágúst 2023 07:19