„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 12:50 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ. Öll samtökin hafa í sumar ákveðið að hætta viðskiptum sínum við Íslandsbanka. Vísir Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. Alþýðusamband Íslands ákvað fyrir helgi hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. „Það eru enn þá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur í þessum leik og hluti af stjórninni líka. Það gefur auga leið að þá er einfaldlega ekki nógu langt gengið í að ávinna sér traust á ný. Það eru þessi sterku skilaboð sem við og ASÍ erum að senda út. Við erum að setja strik í sandinn. Við höfnum þessari háttsemi stjórnenda í viðskiptalífinu,“ segir Ragnar. Ekki sé búið að ákveða hver verði viðskiptabanki VR verður. Þá muni ákvörðun ASÍ um að hætta viðskiptum við bankann standa. „Þetta var ákvörðun sem var tekin á miðstjórnarfundi ASÍ og henni verður ekkert haggað,“ segir Ingólfur. Ekki haft samband við Lífeyrissjóð verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna á tæplega sjö prósent í Íslandsbanka og er fjórði stærsti hluthafi bankans. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í júní að færi svo að VR hætti viðskiptum við Íslandsbanka yrði þeim skilaboðum beint til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að gera slíkt hið sama. Hann segist hins vegar ekki hafa gert það nú. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við lífeyrissjóðinn. Það er bara stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um það hvort að hún telji að það sé þörf á að beina viðskiptum sínum eitthvert annað. En ef ég væri lífeyrissjóður þá myndi ég hugsa mig vel um hvort að bankinn sé raunverulega að gæta ítrustu hagsmuna félagsmanna minna,“ segir Ragnar. Neytendasamtökin hætt viðskiptum Neytendasamtökin ákváði í sumar að hætta viðskiptum við bankann og hafa þegar beint viðskiptum sínum til annars banka. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Stjórn Neytendasamtakanna kom saman í júní og tók þá ákvörðun vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og framkvæmdastjóra var falið að beina viðskiptum sínum til annars banka og það var gert,“ segir Breki. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Alþýðusamband Íslands ákvað fyrir helgi hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. „Það eru enn þá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur í þessum leik og hluti af stjórninni líka. Það gefur auga leið að þá er einfaldlega ekki nógu langt gengið í að ávinna sér traust á ný. Það eru þessi sterku skilaboð sem við og ASÍ erum að senda út. Við erum að setja strik í sandinn. Við höfnum þessari háttsemi stjórnenda í viðskiptalífinu,“ segir Ragnar. Ekki sé búið að ákveða hver verði viðskiptabanki VR verður. Þá muni ákvörðun ASÍ um að hætta viðskiptum við bankann standa. „Þetta var ákvörðun sem var tekin á miðstjórnarfundi ASÍ og henni verður ekkert haggað,“ segir Ingólfur. Ekki haft samband við Lífeyrissjóð verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna á tæplega sjö prósent í Íslandsbanka og er fjórði stærsti hluthafi bankans. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í júní að færi svo að VR hætti viðskiptum við Íslandsbanka yrði þeim skilaboðum beint til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að gera slíkt hið sama. Hann segist hins vegar ekki hafa gert það nú. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við lífeyrissjóðinn. Það er bara stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um það hvort að hún telji að það sé þörf á að beina viðskiptum sínum eitthvert annað. En ef ég væri lífeyrissjóður þá myndi ég hugsa mig vel um hvort að bankinn sé raunverulega að gæta ítrustu hagsmuna félagsmanna minna,“ segir Ragnar. Neytendasamtökin hætt viðskiptum Neytendasamtökin ákváði í sumar að hætta viðskiptum við bankann og hafa þegar beint viðskiptum sínum til annars banka. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Stjórn Neytendasamtakanna kom saman í júní og tók þá ákvörðun vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og framkvæmdastjóra var falið að beina viðskiptum sínum til annars banka og það var gert,“ segir Breki.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13
ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31