Foster leggur hanskana á hilluna eftir erfiða byrjun á tímabilinu Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 10:28 Foster í leik með Wrexham Vísir/Getty Ben Foster, markvörður enska D-deildar liðsins Wrexham, hefur lagt markmannshanskana á hilluna. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu en aðeins nokkrar umferð eru liðnar af ensku D-deildinni þetta tímabilið. Foster tók hanskana af hillunni á seinni hluta síðasta tímabilsins og átti stóran þátt í því að binda enda á veru Wrexham, sem er í eigu Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, í ensku utandeildinni. Hann ákvað síðan að taka slaginn með liðinu í ensku D-deildinni á yfirstandandi tímabili en hefur nú ákveðið að kalla þetta gott. Ben Foster on his decision to retire from professional football #WxmAFC pic.twitter.com/PV0ZXOXXjz— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 21, 2023 „Í fullri hreinskilni hefur frammistaða mín hingað til á tímabilinu ekki verið á því gæðastigi sem ég ætlast til af sjálfum mér og því finnst mér rétti tímapunkturinn núna til þess að leggja hanskana á hilluna. Með þessari ákvörðun hef ég ekki aðeins til hliðsjónar það sem er best fyrir mig, heldur einnig hvað sé best fyrir félagið. Nú getur það vegið og metið kostina í stöðunni áður en félagsskiptaglugginn lokar.“ Wrexham er sem stendur í 15.sæti ensku D-deildarinnar og hefur fengið flest mörk á sig af liðum deildarinnar þegar fjórar umferðir hafa verið leiknar, alls 13 mörk. Hinn 40 ára gamli Foster leggur nú hanskana á hilluna í annað sinn og á hann að baki flottan feril með liðum á borð við Manchester United, Stoke City, Watford, Birmingham og West Bromwich Albion. Að auki lék hann átta leiki fyrir landslið Englands. Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Foster tók hanskana af hillunni á seinni hluta síðasta tímabilsins og átti stóran þátt í því að binda enda á veru Wrexham, sem er í eigu Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, í ensku utandeildinni. Hann ákvað síðan að taka slaginn með liðinu í ensku D-deildinni á yfirstandandi tímabili en hefur nú ákveðið að kalla þetta gott. Ben Foster on his decision to retire from professional football #WxmAFC pic.twitter.com/PV0ZXOXXjz— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 21, 2023 „Í fullri hreinskilni hefur frammistaða mín hingað til á tímabilinu ekki verið á því gæðastigi sem ég ætlast til af sjálfum mér og því finnst mér rétti tímapunkturinn núna til þess að leggja hanskana á hilluna. Með þessari ákvörðun hef ég ekki aðeins til hliðsjónar það sem er best fyrir mig, heldur einnig hvað sé best fyrir félagið. Nú getur það vegið og metið kostina í stöðunni áður en félagsskiptaglugginn lokar.“ Wrexham er sem stendur í 15.sæti ensku D-deildarinnar og hefur fengið flest mörk á sig af liðum deildarinnar þegar fjórar umferðir hafa verið leiknar, alls 13 mörk. Hinn 40 ára gamli Foster leggur nú hanskana á hilluna í annað sinn og á hann að baki flottan feril með liðum á borð við Manchester United, Stoke City, Watford, Birmingham og West Bromwich Albion. Að auki lék hann átta leiki fyrir landslið Englands.
Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira