Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2023 08:11 Semaglutide kann að gagnast fleirum en þeim sem glíma við sykursýki eða ofþyngd. Getty/NurPhoto/Jaap Arriens Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. Um er að ræða lyf á borð við Ozempic og Wegovy, sem njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, þar sem sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aðstoðað fólk við að missa meira en tíu prósent líkamsþyngdar sinnar. Sérfræðingar segja áhrif lyfjanna á ýmsa sjúkdóma ekki síst mega rekja til þess að ofþyngd er þekktur áhættuþáttur og getur meðal annars aukið líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og vitglöpum. Novo Nordisk, fyrirtækið sem framleiðir Ozempic og Wegovy og hefur verði leiðandi í þróun umræddra lyfja, greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Wegovy gæti minnkað líkurnar á slögum og hjartaáföllum um 20 prósent hjá þeim sem væru í yfir- eða ofþyngd. Vísindamennirnir segja hins vegar ekki ljóst hvort um sé að ræða hreinan ávinning af þyngdartapi eða hvort lyfið sé að hafa bein áhrif á hjartað og æðakerfið. Vonir standa einnig til að semaglutide gæti hjálpað eldra fólki að viðhalda líkamlegri virkni, þar sem ofþyngd og insúlínviðnám leiða gjarnan til vöðvarýrnunar meðal aldraðra. Þá stendur einnig til að rannsaka hvort lyfin, sem herma eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 og draga úr matarlöngun, eru einnig nothæf til að draga úr löngun í ávanabindandi efni. Rannsóknir benda til þess að lyfin hafi ekki bara áhrif á matarlyst fólks heldur einnig löngun þess í áfengi og þá virðist tíðni vitglapa vera lægri hjá umræddum hóp. Vísindamenn segja þó frekari rannsókna þörf og að margt sé á huldu um virkni lyfjanna, ávinning og áhættu. Umfjöllun Guardian. Lyf Vísindi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Um er að ræða lyf á borð við Ozempic og Wegovy, sem njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, þar sem sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aðstoðað fólk við að missa meira en tíu prósent líkamsþyngdar sinnar. Sérfræðingar segja áhrif lyfjanna á ýmsa sjúkdóma ekki síst mega rekja til þess að ofþyngd er þekktur áhættuþáttur og getur meðal annars aukið líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og vitglöpum. Novo Nordisk, fyrirtækið sem framleiðir Ozempic og Wegovy og hefur verði leiðandi í þróun umræddra lyfja, greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Wegovy gæti minnkað líkurnar á slögum og hjartaáföllum um 20 prósent hjá þeim sem væru í yfir- eða ofþyngd. Vísindamennirnir segja hins vegar ekki ljóst hvort um sé að ræða hreinan ávinning af þyngdartapi eða hvort lyfið sé að hafa bein áhrif á hjartað og æðakerfið. Vonir standa einnig til að semaglutide gæti hjálpað eldra fólki að viðhalda líkamlegri virkni, þar sem ofþyngd og insúlínviðnám leiða gjarnan til vöðvarýrnunar meðal aldraðra. Þá stendur einnig til að rannsaka hvort lyfin, sem herma eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 og draga úr matarlöngun, eru einnig nothæf til að draga úr löngun í ávanabindandi efni. Rannsóknir benda til þess að lyfin hafi ekki bara áhrif á matarlyst fólks heldur einnig löngun þess í áfengi og þá virðist tíðni vitglapa vera lægri hjá umræddum hóp. Vísindamenn segja þó frekari rannsókna þörf og að margt sé á huldu um virkni lyfjanna, ávinning og áhættu. Umfjöllun Guardian.
Lyf Vísindi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira