Íslenski boltinn

Ís­­lenski Cross­Fit kóngurinn skoraði tvö mörk á Ís­lands­mótinu í fót­bolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Screenshot 2023-08-21 at 07-26-43 Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) • Instagram photos and videos

Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson er nú í hvíld eftir átökin á heimsleikunum og eitt af því sem hann hefur stundum gert er að hjálpa sínu félagi í fótboltanum.

Björgvin Karl kom vægast sagt sterkur inn um helgina þegar hann lék með liði Stokkseyrar í fimmtu deild karla í fótbolta. Leikurinn var á móti Álafossi í A-riðli deildarinnar.

Björgvin Karl skoraði tvö mörk í 4-2 útisigri en leikurinn fór fram á Malbikstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ.

Það tók Björgvin aðeins þrettán mínútur að komast á blað en hann jafnaði þá metin í 1-1 eftir að Magnús Már Einarsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu, hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir Álafossliðið.

Björgvin Karl kom síðan Stokkseyri í 3-1 á þriðju mínútu í síðari hálfleiknum.

Björgvin er náttúrulega í betri formi en flestir og lék sér að því að spila níutíu mínútur í fyrsta leik tímabilsins.

Tvö mörk að meðaltali í leik er ekki slæmt hjá BKG en hvort hann taki þátt í fleiri leikjum verður að koma í ljós.

Hann spilaði engan leik í fyrra og einn leik sumarið 2021.

Þetta voru hans fyrstu mörk á Íslandsmótinu síðan sumarið 2003 þegar hann skoraði á móti bæði Kóngunum og Árborg í 4. deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×