Innlent

Tekinn fyrir akstur undir á­hrifum en átti að vera í fangelsi

Árni Sæberg skrifar
Lögregla gómaði mann sem átti að vera í fangelsi.
Lögregla gómaði mann sem átti að vera í fangelsi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var handtekinn og færður til blóðsýnatöku en við nánari athugun reyndist hann ekki hafa mætt til afplánunar í fangelsi.

Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að ökumaðurinn hafi verið vistaður í fangageymslu og að til standi að hafa samband við fangelsismálayfirvöld.

Önnur mál í dagbókarfærslunni snúa öll að umferðinni. Á Hringbraut í Reykjavík varð umferðarslys í gærkvöldi þegar þrjár bifreiðar lentu í árekstri. Lítilsháttar slys urðu á fólki. Á ellefta tímanum varð bifhjólaslys við Kleifarvatn. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá var tilkynnt um alelda bifreið á Miklubraut í gærkvöldi, líkt og greint var frá í gær. Myndskeið af brunanum má sjá í meðfylgjandi frétt.

Í dagbókinni segir að altjón hafi orðið á bílnum, slökkvistarf hafi gengið hratt fyrir sig og að engin slys hafi orðið á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×