Andrea Belotti kom Rómverjum yfir strax á 8. mínútu en markið dæmt af. Tæpum tíu mínútum síðar var Belotti aftur á ferðinni og nú stóð markið. Rómverjar voru þó ekki lengi í paradís en gamla brýnið Antonio Candreva jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.
Candreva var svo aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks og gestirnir óvænt komnir yfir. Belotti jafnaði svo metin áður en leik lauk og lokatölur 2-2 í Róm.
Atalanta byrjar tímabilið á sigri þökk sé tveimur mörkum undir lok leiks gegn Sassuolo. Charles De Ketelaere með fyrra markið og Nadir Zortea það síðara, lokatölur 0-2.