Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 23:31 Hermoso var til í að kyssa bikarinn en ekki forseta spænska knattspyrnusambandsins. Daniela Porcelli/Getty Images/Skjáskot Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira