Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Lovísa Arnardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. ágúst 2023 14:00 Halldóra R. Guðmundsdóttir er forstöðukona Konukots. Vísir/arnar Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, segir þau ekki hafa getað tekið við þjónustusviptum konum á flótta en að það hafi mikið verið leitað til þeirra vegna þeirra í liðinni viku. Konukoti beri að fara eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með þjónustusamning við Reykjavíkurborg sem stjórnendum beri að fylgja. Félagsmálaráðherra og fulltrúa sveitarfélaga greinir á um hvort hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu ríkisins eftir endanlega synjun um hæli eigi rétt á félagsþjónustu og telja sveitarfélögin svo ekki vera. Halldóra segir að það taki mjög á starfsfólk Konukots að þurfa að vísa hælisleitendum frá. „Við erum náttúrulega bara sérhæfð í þjónustu við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir svo við erum ekki með sérþekkingu á þessu en auðvitað hefur maður áhyggjur af öllum sem hafa í engin hús að venda,“ segir Halldóra. Ekki nógu mörg rúm fyrir alla Halldóra segir að aðsókn hafi verið mjög mikil í Konukot og aukist mjög síðustu tvö árin. „Það var hundrað prósent nýting í júlí og allt að sextán konur í húsi. Við erum með tólf rúm þannig við erum mjög mikið að deila La-Z-Boy-stólunum og allskonar svo fólk geti hallað sér þegar rúmin eru full,“ bætir Halldóra við. Erfitt sé að fá næði í húsinu og lítið þurfi til að raska jafnvæginu. „Eitt atvik hefur áhrif á allt húsið og svo eru konur sem leita hingað eru oft með mjög langa áfallasögu og það þarf lítið til að vekja upp áfallaviðbrögð og það brýst út í alls konar hegðun sem við skiljum ekkert endilega.“ Því komi stundum upp atvik í Konukoti en áfallamiðuð nálgun hafi reynst vel í starfinu. „Við reynum að fyrirbyggja uppákomur og atvikum hefur fækkað á sama tíma og nýtingin hefur aukist.“ Sakni þess að geta sótt í önnur úrræði Halldóra segir að fyrir konur séu margar hættur á götunni og þær séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. „Það er ekkert algengt að konur sem glíma við heimilisleysi séu kannski að sofa úti á götunni en það þýðir líka að þær eru að redda sér gistingu hér og þar, oft í ótryggum aðstæðum og þar náttúrulega getur maður ímyndað sér að það sé kannski ekki allt eins og það á að vera og þær eru mjög útsettar fyrir ofbeldi þar.“ Hún bætir við að skjólstæðingar þeirra sakni þess mjög að geta sótt í önnur úrræði, eins og neyslurýmið Ylju sem lokaði fyrir hálfu ári. Meira hafi borið á alvarlegum sýkingum eftir að neyslurýminu var lokað og gestir Konukots lent oftar upp á spítala. Einnig sakni konurnar félagslega og andlega stuðningsins sem þær hafi fengið í Ylju. „Það er svo rosalega mikilvægt fyrir þennan hóp að hafa fleiri staði til að fara á en að vera bara í neyðarskýli því að hér eru gestir í neyð en í Ylju, Frú Ragnheiði og fleiri stöðum þá fá þær tækifæri til að mæta á eigin forsendum með hreinan skjöld, hitta ný andlit og ég finn talað rosalega mikið um það hvað þær sakna þess að geta leitað til þeirra,“ sagði forstöðukona Konukots en borgin framlengdi samning við Rótina um rekstur þess í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Málefni heimilislausra Hælisleitendur Tengdar fréttir Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 „Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00 „Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, segir þau ekki hafa getað tekið við þjónustusviptum konum á flótta en að það hafi mikið verið leitað til þeirra vegna þeirra í liðinni viku. Konukoti beri að fara eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og sé með þjónustusamning við Reykjavíkurborg sem stjórnendum beri að fylgja. Félagsmálaráðherra og fulltrúa sveitarfélaga greinir á um hvort hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu ríkisins eftir endanlega synjun um hæli eigi rétt á félagsþjónustu og telja sveitarfélögin svo ekki vera. Halldóra segir að það taki mjög á starfsfólk Konukots að þurfa að vísa hælisleitendum frá. „Við erum náttúrulega bara sérhæfð í þjónustu við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir svo við erum ekki með sérþekkingu á þessu en auðvitað hefur maður áhyggjur af öllum sem hafa í engin hús að venda,“ segir Halldóra. Ekki nógu mörg rúm fyrir alla Halldóra segir að aðsókn hafi verið mjög mikil í Konukot og aukist mjög síðustu tvö árin. „Það var hundrað prósent nýting í júlí og allt að sextán konur í húsi. Við erum með tólf rúm þannig við erum mjög mikið að deila La-Z-Boy-stólunum og allskonar svo fólk geti hallað sér þegar rúmin eru full,“ bætir Halldóra við. Erfitt sé að fá næði í húsinu og lítið þurfi til að raska jafnvæginu. „Eitt atvik hefur áhrif á allt húsið og svo eru konur sem leita hingað eru oft með mjög langa áfallasögu og það þarf lítið til að vekja upp áfallaviðbrögð og það brýst út í alls konar hegðun sem við skiljum ekkert endilega.“ Því komi stundum upp atvik í Konukoti en áfallamiðuð nálgun hafi reynst vel í starfinu. „Við reynum að fyrirbyggja uppákomur og atvikum hefur fækkað á sama tíma og nýtingin hefur aukist.“ Sakni þess að geta sótt í önnur úrræði Halldóra segir að fyrir konur séu margar hættur á götunni og þær séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. „Það er ekkert algengt að konur sem glíma við heimilisleysi séu kannski að sofa úti á götunni en það þýðir líka að þær eru að redda sér gistingu hér og þar, oft í ótryggum aðstæðum og þar náttúrulega getur maður ímyndað sér að það sé kannski ekki allt eins og það á að vera og þær eru mjög útsettar fyrir ofbeldi þar.“ Hún bætir við að skjólstæðingar þeirra sakni þess mjög að geta sótt í önnur úrræði, eins og neyslurýmið Ylju sem lokaði fyrir hálfu ári. Meira hafi borið á alvarlegum sýkingum eftir að neyslurýminu var lokað og gestir Konukots lent oftar upp á spítala. Einnig sakni konurnar félagslega og andlega stuðningsins sem þær hafi fengið í Ylju. „Það er svo rosalega mikilvægt fyrir þennan hóp að hafa fleiri staði til að fara á en að vera bara í neyðarskýli því að hér eru gestir í neyð en í Ylju, Frú Ragnheiði og fleiri stöðum þá fá þær tækifæri til að mæta á eigin forsendum með hreinan skjöld, hitta ný andlit og ég finn talað rosalega mikið um það hvað þær sakna þess að geta leitað til þeirra,“ sagði forstöðukona Konukots en borgin framlengdi samning við Rótina um rekstur þess í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Málefni heimilislausra Hælisleitendur Tengdar fréttir Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 „Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00 „Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30
Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27
„Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00
„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. 16. ágúst 2023 23:26