Sumarið geggjað hjá Íslandsmeistaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2023 12:22 Sigurjón Ernir Sturluson fagnaði sigri í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Sigurjón Ernir Sturluson kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Hann segist hafa þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. „Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega sáttur og þetta kom á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er mjög gaman að Arnar Pétursson var ekki í ár, takk fyrir það,“ sagði Sigurjón léttur að loknu hlaupinu. „Ég hef þrisvar sinnum verið annar Íslendinga á eftir honum. En það var mikil samkeppni í dag þannig að þetta var ekki gefins.“ Eins og áður segir kom Sigurjón fyrstur Íslendinga í mark, en hann varð fjórði í heildina. Silviu Stoica varð fyrstur, Ernest Kibet Tarus annar og Bart Geldof þriðji. Sigur Sigurjóns á Íslandsmeistaramótinu var þó ekki beint öruggur því samkvæmt óstaðfestum tímum á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins var hann aðeins þremur sekúndum á undan Grétari Erni Guðmundssyni sem hafnaði í öðru sæti. „Ég, Grétar og Andrea [Kolbeinsdóttir] fyrlgdumst að í Laugarveginum og nú var Jörundur Fímann [Jónasson] líka með okkur og frábært að hafa hann með svona framan af. En svo vorum það ég og Grétar eftir kannski 30 kílómetra sem rúlluðum saman. Grétar var á undan mér þegar við vorum komnir 39 þannig ég hélt að ég myndi missa hann, en svo rétt náði ég að draga í hann og pressaði vel á undan honum. Ég svona tók sálina hans eins og það er kallað og náði að pressa í gegn.“ Hefur alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum En hvaðan kemur krafturinn til að pressa á móthlaupara sína þegar menn eru búnir að hlaupa í kringum 40 kílómetra? „Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum og ég fer ekkert létt með það. Í dag bara vissi ég að ég þyrfti að hafa fyrir hlutunum og ég gerði það.“ Þá segist hann vera heldur slæmur í skrokknum eftir átökin, en það muni þó jafna sig. „Núna er ég bara hálf lamaður. Adrenalínið er hátt uppi og ég ætla að henda mér í niðurskokkið, eins erfitt og skemmtilegt og það er, en það er nauðsynlegt. Svo eru bara rólegir dagar núna á næstunni.“ „Það er búið að ganga vel í sumar og ég er búinn að keppa mjög mikið þannig þetta var sandkornið sem fyllti mælinn í geggjuðu sumri,“ sagði Sigurjón, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má svo sjá Sigurjón og Andreu Kolbeinsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira