Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 15:59 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan. Við Bubbi erum hins vegar ekki sammála um orsakir þessarar hnignunar íslenskunnar og ástæður þess að enskan er nú alltumlykjandi og af sumum notuð til jafns eða meira en íslenska. Bubbi segir höfuðborgina vera þakta skiltum á ensku og að ALLIR veitingastaðir séu með ensku sem fyrsta mál og að það tali ENGINN íslensku á þessum stöðum. Hann segir ferðaiðnaðinn (sem heitir reyndar ferðaþjónusta) þurfa að taka sig saman í andlitinu, þar sem hún sé í hernaði gegn tungumálinu með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Einfaldlega rangt Þetta er allt saman einfaldlega rangt. Vissulega eru skilti á ensku á Laugaveginum og auðvitað er fólk að störfum í ferðaþjónustu um landið allt, sem kann ekki íslensku. Eflaust eru einhverjir veitingastaðir með ensku sem fyrsta mál, en langflestir eru með matseðla sína á íslensku og ensku. Það er síðan mikill misskilningur að hér séu gróðasjónarmið á ferðinni, enda eru flestir þeir sem reka ferðaþjónustu fullkomlega meðvitaðir um það að íslensk tunga er hluti af menningu Íslands og þeirri upplifun, sem flestir ferðamenn eru að sækjast eftir. Eflaust getur ferðaþjónustan gert betur, enda hefur undirrituð og fleiri undanfarið skorað á ferðaþjónustufyrirtæki að hafa íslenskuna ávallt í öndvegi og alltaf sem fyrsta mál. Hins vegar þurfa ferðaþjónustufyrirtæki að eiga samskipti við sína viðskiptavini og það er einfaldlega staðreynd sem við þurfum að viðurkenna, að þau samskipti geta nær eingöngu átt sér stað á öðrum tungumálum. Það sem vel er gert Við þurfum líka að viðurkenna og taka þá staðreynd í sátt að á háannatíma ferðaþjónustu þurfum við að fá til liðs við okkur erlent starfsfólk til að aðstoða okkur við að skapa verðmæti, sem allir landsmenn njóta góðs af. Starfsfólk sem hingað kemur til að vinna í stuttan tíma mun fæst ná tökum á íslensku. Við höfum þó lagt áherslu á það að þetta fólk læri þó grunnorðaforða í þeirri starfsgrein, sem það starfar í og hefur það víða gengið ágætlega. Í íslenskri ferðaþjónustu starfar líka stór hópur innflytjenda, sem eru komnir til að vera og margir þeirra tala ágætis íslensku. Það er minna talað um það, en það sem miður fer. Vandinn liggur dýpra Ég hafna því því algjörlega að mesta hættan sem steðjar að íslenskunni séu skilti á ensku sums staðar og að það komi fyrir að Íslendingar neyðist til að tala ensku á veitingastöðum eða hótelum - þó ég vildi vissulega að það þyrfti ekki að koma fyrir. Vandinn á sér miklu dýpri rætur, sem hafa lítið með ferðaþjónustu eða atvinnulífið almennt að gera. Formaður félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, bendir á það í viðtali í Morgunblaðinu í dag, að það þurfi að fara í átak við að kenna erlendum börnum íslensku allt frá leikskólastigi og að íslenskumælandi börn eigi það til að tala ensku hvert við annað. Varla er það vegna auglýsingaskilta í miðborginni. Jón Pétur Zimsen, sem er með langa reynslu af skólastarfi, segir í viðtali í sama blaði í dag, að íslenska sé mikilvægasta fagið í skólanum. Hann segir jafnframt að hnignun hafi átt sér stað, þegar kemur að tungumálinu, enda séu ensk áhrif af snjalltækjunum, sem börn og unglingar nota jú óhóflega, mjög mikil. Hann vill beintengja það að vera góður í íslensku við peninga. Að hans mati hefur sá sem hefur gott vald á málinu og getur tjáð sig auðveldlega mun öðlast fleiri tækifæri í lífinu og þar af leiðandi auka líkur á meiri lífsgæðum. Þarna er ég honum hjartanlega sammála og kannski er þetta mantran, sem við þurfum að vinna með í samfélaginu okkar. Öll sem eitt Ég er sammála Bubba Morthens um að íslenskan sé límið sem bindur okkur öll saman og að við þurfum að spyrna gegn áhrifum enskunnar á málið okkar. En við skulum gera það með því að vinna saman – öll sem eitt – og benda kurteislega á það sem miður fer frekar en að ásaka meðborgara okkar og ráðast að rótum vandans, þar sem við erum líklegust til að ná árangri. Rætur vandans liggja ekki í auglýsingaskiltum á ensku eða því að þurfa stundum að panta kaffibolla á ensku í miðborg Reykjavíkur eða á Húsavík. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslensk tunga Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan. Við Bubbi erum hins vegar ekki sammála um orsakir þessarar hnignunar íslenskunnar og ástæður þess að enskan er nú alltumlykjandi og af sumum notuð til jafns eða meira en íslenska. Bubbi segir höfuðborgina vera þakta skiltum á ensku og að ALLIR veitingastaðir séu með ensku sem fyrsta mál og að það tali ENGINN íslensku á þessum stöðum. Hann segir ferðaiðnaðinn (sem heitir reyndar ferðaþjónusta) þurfa að taka sig saman í andlitinu, þar sem hún sé í hernaði gegn tungumálinu með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Einfaldlega rangt Þetta er allt saman einfaldlega rangt. Vissulega eru skilti á ensku á Laugaveginum og auðvitað er fólk að störfum í ferðaþjónustu um landið allt, sem kann ekki íslensku. Eflaust eru einhverjir veitingastaðir með ensku sem fyrsta mál, en langflestir eru með matseðla sína á íslensku og ensku. Það er síðan mikill misskilningur að hér séu gróðasjónarmið á ferðinni, enda eru flestir þeir sem reka ferðaþjónustu fullkomlega meðvitaðir um það að íslensk tunga er hluti af menningu Íslands og þeirri upplifun, sem flestir ferðamenn eru að sækjast eftir. Eflaust getur ferðaþjónustan gert betur, enda hefur undirrituð og fleiri undanfarið skorað á ferðaþjónustufyrirtæki að hafa íslenskuna ávallt í öndvegi og alltaf sem fyrsta mál. Hins vegar þurfa ferðaþjónustufyrirtæki að eiga samskipti við sína viðskiptavini og það er einfaldlega staðreynd sem við þurfum að viðurkenna, að þau samskipti geta nær eingöngu átt sér stað á öðrum tungumálum. Það sem vel er gert Við þurfum líka að viðurkenna og taka þá staðreynd í sátt að á háannatíma ferðaþjónustu þurfum við að fá til liðs við okkur erlent starfsfólk til að aðstoða okkur við að skapa verðmæti, sem allir landsmenn njóta góðs af. Starfsfólk sem hingað kemur til að vinna í stuttan tíma mun fæst ná tökum á íslensku. Við höfum þó lagt áherslu á það að þetta fólk læri þó grunnorðaforða í þeirri starfsgrein, sem það starfar í og hefur það víða gengið ágætlega. Í íslenskri ferðaþjónustu starfar líka stór hópur innflytjenda, sem eru komnir til að vera og margir þeirra tala ágætis íslensku. Það er minna talað um það, en það sem miður fer. Vandinn liggur dýpra Ég hafna því því algjörlega að mesta hættan sem steðjar að íslenskunni séu skilti á ensku sums staðar og að það komi fyrir að Íslendingar neyðist til að tala ensku á veitingastöðum eða hótelum - þó ég vildi vissulega að það þyrfti ekki að koma fyrir. Vandinn á sér miklu dýpri rætur, sem hafa lítið með ferðaþjónustu eða atvinnulífið almennt að gera. Formaður félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, bendir á það í viðtali í Morgunblaðinu í dag, að það þurfi að fara í átak við að kenna erlendum börnum íslensku allt frá leikskólastigi og að íslenskumælandi börn eigi það til að tala ensku hvert við annað. Varla er það vegna auglýsingaskilta í miðborginni. Jón Pétur Zimsen, sem er með langa reynslu af skólastarfi, segir í viðtali í sama blaði í dag, að íslenska sé mikilvægasta fagið í skólanum. Hann segir jafnframt að hnignun hafi átt sér stað, þegar kemur að tungumálinu, enda séu ensk áhrif af snjalltækjunum, sem börn og unglingar nota jú óhóflega, mjög mikil. Hann vill beintengja það að vera góður í íslensku við peninga. Að hans mati hefur sá sem hefur gott vald á málinu og getur tjáð sig auðveldlega mun öðlast fleiri tækifæri í lífinu og þar af leiðandi auka líkur á meiri lífsgæðum. Þarna er ég honum hjartanlega sammála og kannski er þetta mantran, sem við þurfum að vinna með í samfélaginu okkar. Öll sem eitt Ég er sammála Bubba Morthens um að íslenskan sé límið sem bindur okkur öll saman og að við þurfum að spyrna gegn áhrifum enskunnar á málið okkar. En við skulum gera það með því að vinna saman – öll sem eitt – og benda kurteislega á það sem miður fer frekar en að ásaka meðborgara okkar og ráðast að rótum vandans, þar sem við erum líklegust til að ná árangri. Rætur vandans liggja ekki í auglýsingaskiltum á ensku eða því að þurfa stundum að panta kaffibolla á ensku í miðborg Reykjavíkur eða á Húsavík. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun