Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 09:42 Nóg verður að gera hjá Donald Trump á næsta ári að flakka á milli kosningafunda og dómsala vítt og breitt um Bandaríkin. AP/Seth Wenig Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. Trump sætir alríkisákæru fyrir að reyna með ólöglegum hætti að snúa við úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir að verða þremur árum. Jack Smith, sérstaki saksóknarinn, hefur óskað eftir því að réttarhöldin hefjist 2. janúar, tveimur vikum áður en forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar hefst. Trump er með pálmann í höndunum í forvali ef marka má skoðanakannanir. Verjendur Trump lögðu fram sína eigin kröfu fyrir dómi í Washington-borg í gær. Þeir vilja að réttarhöldin hefjist ekki fyrr en í apríl árið 2026, hátt í einu og hálfi eftir forsetakosningar næsta árs, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hagsmunir almennings felast í réttlæti og sanngjörnum réttarhöldum, ekki flýti til sakfellingar,“ sögðu lögmenn fyrrverandi forsetans í greinargerð sinni. Lögmennirnir segjast þurfu svo langan tíma til undirbúnings vegna þess hversu söguleg réttarhöldin séu og hversu mikið magn sönnunargagna þeir þurfi að plægja í gegnum. Ef þeim ellefu og hálfri milljón blaðsíðna sem gögn málsins telja væri staflað upp næðu þau rúmlega einn og hálfan kílómetra upp í loftið. Þarf að flakka á milli fjögurra dómsala Töluvert púsluspil verður fyrir dómstóla hér og þar um Bandaríkin að ákvarða dagsetningar fyrir réttarhöld yfir Trump en hann er nú ákærður í þremur aðskildum málum fyrir utan kosningamálið í Washington-borg. Í New York sætir hann ákæru umdæmissaksóknara fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu, í Flórída alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál og í Georgíu ákæru umdæmissaksóknara fyrir sinn þátt í að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna þar. New York Times segir að Trump reyni nú að fresta öllum sakamálunum gegn sér. Ráðgjafar Trump fari ekki leynt með það að hann reyni meðal annars að vinna forsetakosningarnar til þess að komast undan ákærum. Nái hann að fresta málunum fram yfir kosningar og verði hann forseti geti hann annað hvort náðað sjálfan sig eða látið dómsmálaráðherrann drepa málin gegn sér. Það gæti hann þó aðeins gert með alríkismálin tvö. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Trump sætir alríkisákæru fyrir að reyna með ólöglegum hætti að snúa við úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir að verða þremur árum. Jack Smith, sérstaki saksóknarinn, hefur óskað eftir því að réttarhöldin hefjist 2. janúar, tveimur vikum áður en forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar hefst. Trump er með pálmann í höndunum í forvali ef marka má skoðanakannanir. Verjendur Trump lögðu fram sína eigin kröfu fyrir dómi í Washington-borg í gær. Þeir vilja að réttarhöldin hefjist ekki fyrr en í apríl árið 2026, hátt í einu og hálfi eftir forsetakosningar næsta árs, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hagsmunir almennings felast í réttlæti og sanngjörnum réttarhöldum, ekki flýti til sakfellingar,“ sögðu lögmenn fyrrverandi forsetans í greinargerð sinni. Lögmennirnir segjast þurfu svo langan tíma til undirbúnings vegna þess hversu söguleg réttarhöldin séu og hversu mikið magn sönnunargagna þeir þurfi að plægja í gegnum. Ef þeim ellefu og hálfri milljón blaðsíðna sem gögn málsins telja væri staflað upp næðu þau rúmlega einn og hálfan kílómetra upp í loftið. Þarf að flakka á milli fjögurra dómsala Töluvert púsluspil verður fyrir dómstóla hér og þar um Bandaríkin að ákvarða dagsetningar fyrir réttarhöld yfir Trump en hann er nú ákærður í þremur aðskildum málum fyrir utan kosningamálið í Washington-borg. Í New York sætir hann ákæru umdæmissaksóknara fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu, í Flórída alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál og í Georgíu ákæru umdæmissaksóknara fyrir sinn þátt í að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna þar. New York Times segir að Trump reyni nú að fresta öllum sakamálunum gegn sér. Ráðgjafar Trump fari ekki leynt með það að hann reyni meðal annars að vinna forsetakosningarnar til þess að komast undan ákærum. Nái hann að fresta málunum fram yfir kosningar og verði hann forseti geti hann annað hvort náðað sjálfan sig eða látið dómsmálaráðherrann drepa málin gegn sér. Það gæti hann þó aðeins gert með alríkismálin tvö.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01
Sérfræðingar efast um tjáningarfrelsisvörn Trumps Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja nýjustu ákæruna gegn honum fara gegn rétti hans til tjáningarfrelsis. Saksóknarar segja hins vegar að ákæran snúist ekki eingöngu um hvað Trump sagði um forsetakosningarnar 2020 heldur um hvað hann gerði. 3. ágúst 2023 08:22