Heimilislausir heimsleikar mögulega á flakk um heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir er ein af fáum sem þekkir það að keppa á heimsleikum annars staðar en í Madison. @anniethorisdottir Heimsleikarnir á Ísland 2024? Nei, varla en það er aftur á móti ágætar líkur á því að heimsmeistaramót CrossFit íþróttarinnar fari fram utan Bandaríkjanna á næsta ári. Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira