Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 07:17 Yfirmaður almannavarna á Maui, Herman Andaya, hefur sagt af sér í skugga skandals. AP/Mike Householder Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra. Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra.
Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11