Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 11:42 Kona sem er kominn á steypirinn býr sig undir að yfirgefa Hay River í Norðvesturhéruðum ásamt fjölskyldu sinni. Stór hluti íbúa fylkisins hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda. AP/Jason Franson/The Canadian Press Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. Fleiri en tvö hundruð gróðureldar loga nú í Norðvesturhéruðunum og var neyðarástandi lýst yfir á þriðjudagskvöld, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar er búið að rýma bæi og þorp þar sem um 6.800 manns búa, um fimmtán prósent íbúa héraðsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Íbúi í Hay River sagði CBC í Kanada að bíll hans hefði byrjað að bráðna undan hitanum þegar fjölskyldan ók í gegnum glóðir á leið sinni út úr bænum. Íbúar Yellowknife, höfuðstaðar fylkisins þar sem um 20.000 manns búa, er nú gert að yfirgefa heimili sín fyrir hádegi á morgun að staðartíma. Þeir sem ekki hafa kost á að fara með bíl er boðið að skrá sig í skipulagðar flugferðir samkvæmt fylkissyfirvöldum. Eldarnir voru um sautján kílómetra frá bæjarmörkunum í gær. Rýmingarskipunin sem var gefin í gærkvöldi gildir fyrir Yellowknife og tvö frumbyggjasamfélög í grenndinni. Shane Thompson, ráðherra í fylkisstjórninni, segir bæinn ekki í bráðri hættu eins og er og íbúar hafi enn rúman tíma til þess að koma sér þaðan. Rigni ekki gætu eldarnir þó náð að Yellowknife um helgina. Kanadíski herinn skipuleggur loftbrúna sem er sögð sú umfangsmesta í sögu Norðvesturhéraðanna. Flestir þeirra brottfluttu hafa verið færðir suður til nágrannafylkisins Alberta en óljóst er hvenær þeir geta snúið til síns heima. Metfjöldi gróðurelda logar nú í Kanada, alls 1.067 talsins í gær. Meira en 21.000 ferkílómetrar lands hafa orðið eldunum að bráð. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð gróðureldar loga nú í Norðvesturhéruðunum og var neyðarástandi lýst yfir á þriðjudagskvöld, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar er búið að rýma bæi og þorp þar sem um 6.800 manns búa, um fimmtán prósent íbúa héraðsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Íbúi í Hay River sagði CBC í Kanada að bíll hans hefði byrjað að bráðna undan hitanum þegar fjölskyldan ók í gegnum glóðir á leið sinni út úr bænum. Íbúar Yellowknife, höfuðstaðar fylkisins þar sem um 20.000 manns búa, er nú gert að yfirgefa heimili sín fyrir hádegi á morgun að staðartíma. Þeir sem ekki hafa kost á að fara með bíl er boðið að skrá sig í skipulagðar flugferðir samkvæmt fylkissyfirvöldum. Eldarnir voru um sautján kílómetra frá bæjarmörkunum í gær. Rýmingarskipunin sem var gefin í gærkvöldi gildir fyrir Yellowknife og tvö frumbyggjasamfélög í grenndinni. Shane Thompson, ráðherra í fylkisstjórninni, segir bæinn ekki í bráðri hættu eins og er og íbúar hafi enn rúman tíma til þess að koma sér þaðan. Rigni ekki gætu eldarnir þó náð að Yellowknife um helgina. Kanadíski herinn skipuleggur loftbrúna sem er sögð sú umfangsmesta í sögu Norðvesturhéraðanna. Flestir þeirra brottfluttu hafa verið færðir suður til nágrannafylkisins Alberta en óljóst er hvenær þeir geta snúið til síns heima. Metfjöldi gróðurelda logar nú í Kanada, alls 1.067 talsins í gær. Meira en 21.000 ferkílómetrar lands hafa orðið eldunum að bráð.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira