Rafhlaupahjólaþjófur gómaður Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 06:36 Maður sem hafði stolið nokkrum rafhlauphjólum var gómaður af lögreglu í gær. Vísir/Vilhelm Það var nokkuð um þjófnað og innbrot ef marka má dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið. Lögreglunni var tilkynnt um einstakling sem bar nokkur rafmagnshlaupahjól inn í húsnæði. Hjólin reyndust vera þýfi og voru haldlögð af lögreglunni. Verkefni lögreglustöðvar 1, sem nær yfir miðborgina, vesturbæ, austurbæ og Seltjarnarnes, einkenndust sérstaklega af þjófnaðarþema. Lögreglunni barst einnig tilkynning um innbrot í heimahúsi í hverfi 103 þar sem verðmætum var stolið. Málið er í rannsókn. Þá var lögreglunni tilkynnt um grunsamlegan mann sem hélt á reiðhjóli. Lögreglan hafði upp á manninum og játaði hann að hafa stolið hjólinu. Hjólið var haldlagt af lögreglu. Einnig barst lögreglunni tilkynning um þjófnað í matvöruverslun en það kemur ekki fram hvar sú verslun er. Sömuleiðis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við fyrirtæki en þeir einstaklingar fundust ekki og það kemur ekkert meira fram um málið. Veski komið til eiganda og hellan skilin eftir í gangi Við lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ skiluðu ferðamenn inn veski sem þeir höfðu fundið og var með peningum og greiðslukorti. Samkvæmt lögreglu var eigandinn hinn glaðasti eftir að veskinu var skilað til hans. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir svæði Grafarvogs, Grafarholts og Mosfellsbæjar barst lögreglu tilkynning um ljósan reyk og brunalykt sem barst frá íbúð. Enginn eldur var í íbúðinni en heimilistæki hafði gleymst á eldavélinni. Slökkviliðið sá um að reykræsa íbúðina. Á sama svæði stöðvaði lögreglan ökumann sem ók langt yfir hámarkshraða og reyndist við nánari skoðun ökuréttindalaus. Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Verkefni lögreglustöðvar 1, sem nær yfir miðborgina, vesturbæ, austurbæ og Seltjarnarnes, einkenndust sérstaklega af þjófnaðarþema. Lögreglunni barst einnig tilkynning um innbrot í heimahúsi í hverfi 103 þar sem verðmætum var stolið. Málið er í rannsókn. Þá var lögreglunni tilkynnt um grunsamlegan mann sem hélt á reiðhjóli. Lögreglan hafði upp á manninum og játaði hann að hafa stolið hjólinu. Hjólið var haldlagt af lögreglu. Einnig barst lögreglunni tilkynning um þjófnað í matvöruverslun en það kemur ekki fram hvar sú verslun er. Sömuleiðis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við fyrirtæki en þeir einstaklingar fundust ekki og það kemur ekkert meira fram um málið. Veski komið til eiganda og hellan skilin eftir í gangi Við lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ skiluðu ferðamenn inn veski sem þeir höfðu fundið og var með peningum og greiðslukorti. Samkvæmt lögreglu var eigandinn hinn glaðasti eftir að veskinu var skilað til hans. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir svæði Grafarvogs, Grafarholts og Mosfellsbæjar barst lögreglu tilkynning um ljósan reyk og brunalykt sem barst frá íbúð. Enginn eldur var í íbúðinni en heimilistæki hafði gleymst á eldavélinni. Slökkviliðið sá um að reykræsa íbúðina. Á sama svæði stöðvaði lögreglan ökumann sem ók langt yfir hámarkshraða og reyndist við nánari skoðun ökuréttindalaus.
Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira