Lífið

Miðbæjarperla Jarlsins til sölu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Íbúðin er á miðhæð í þessu fallega húsi á Þingholtsstræti sem byggt var árið 1914.
Íbúðin er á miðhæð í þessu fallega húsi á Þingholtsstræti sem byggt var árið 1914. Procura

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl hefur sett íbúð sína á besta stað í miðbænum á sölu. Um er að ræða bjarta og huggulega 125 fermetra í timburhúsi sem var byggt árið 1914.

Á fasteignavef Vísis má nálgast frekari upplýsingar um eignina. Ásett verð er 98,5 milljónir króna. Íbúðin er 3-4 herbergja sérhæð ásamt aukaíbúð. Gengið er inn í sameiginlegt anddyri en eignin sjálf er á miðhæð. Hún skiptist í stofu, borðstofu, tvö herbergi, eldhús, bað/þvottahús, gang og útipall. Vinnustofa og geymsla fylgja auk þess eigninni.

Alexander Jarl.ómar sverrisson

Útleigueiningin skiptist í inngang, stofu,stúdíóherbergi, eldhús og baðherbergi. Tekjur af íbúðinni eru í dag um 170.000 krónur.

Alexander Jarl gaf út rappplötuna flýja eyjuna (eða deyja að reyna það) fyrr á þessu ári en fyrir það gaf hann úr plöturnar Kókosolíufurstar og ekkert er eilíft árin 2016 og 2017 sem nutu mikilla vinsælda. 

Fleiri myndir og nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.

Fallegt og bjart eldhús.procura
Huggulegt.procura
Frá eldhúsi er gengið inn í aðrar vistarverur íbúðarinnar.procura
Baðherbergið.procura
Smekklegt svefnherbergi.
Í aukaíbúðinni er fallegt herbergi sem hægt er að nota sem vinnuaðstöðu.procura
Húsið er á besta stað í Þingholtunum.procura
Húsið stendur á 250 fm eignarlóð.procura






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.