Al-Qaeda lýsir Danmörku og Svíþjóð stríð á hendur Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 10:16 Mótmælendur í Teheran í Íran brenna sænska fánann. Fjöldi múslimaríkja hefur verið ósáttur við að sænsk stjórnvöld banni ekki samkomur þar sem kveikt er í Kóraninum. Vísir/EPA Íslömsku hryðjuverkasamtökin al-Qaeda kalla eftir árásum á Danmörk og Svíþjóð vegna nýlegra Kóranbrenna í löndunum tveimur. Fyrrverandi leyniþjónustumaður segir að taka verði hótanir samtakanna grafalvarlega. Hótunin er sögð koma fram í yfirlýsingu frá al-Qaeda-samtökunum. Í henni felst stríðsyfirlýsing á hendur Danmörku og Svíþjóð, að sögn danska ríkisútvarpsins DR. Það hefur eftir dönsku leyniþjónustunni PET að brennur á Kóraninum hafi dregið neikvæða athygli að löndunum. Jacob Kaarsbo, fyrrverandi greinandi hjá dönsku leyniþjónustunni, segir að taka beri ógnina mjög alvarlega. Þetta sé stærsta öryggisógn við Danmörku frá Múhammeðsteikningunum árið 2008. Þá kallaði danskur skopmyndahöfundur yfir Danmörku reiði íslamskra öfgamanna með því að birta teikninga af spámanni þeirra. „Þetta er almennt ákall um árásir á Danmörku og Dani. Við vitum ekki hversu víða það nær, hversu áhrifamikið það er eða í hvaða kreðsum,“ segir hann við DR. Danska utanríkisráðuneytið segist fylgjast með öryggismálum við sendiráð Danmerkur erlendis. Af öryggisástæðum ræði það ekki hvort eða til hvaða ráðstafana sé gripið þar. Hægriöfgamenn sem hafa andúð á múslimum hafa ítrekað staðið fyrir brennum á Kóraninum, helgiriti múslima, í Danmörku og Svíþjóð undanfarin misseri. Slíkar brennur í Svíþjóð urðu meðal annars ástæða þess að tyrknesk stjórnvöld neituðu að leggja blessun sína yfir Atlantshafsbandalagsaðild landsins. Mótmælendur í Írak réðust einnig á sænska sendiráðið þar fyrr í sumar. Sænsk stjórnvöld hafa talið að þau hafi ekki heimild til þess að banna samkomur þar sem Kóraninn er brenndur þar sem slíkt rúmist innan tjáningarfrelsi borgaranna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegum inngangi hennar sagði ranglega að Ríki íslams hefði kallað eftir árásum. Danmörk Svíþjóð Trúmál Tengdar fréttir Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 31. júlí 2023 11:09 Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. 20. júlí 2023 09:05 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Hótunin er sögð koma fram í yfirlýsingu frá al-Qaeda-samtökunum. Í henni felst stríðsyfirlýsing á hendur Danmörku og Svíþjóð, að sögn danska ríkisútvarpsins DR. Það hefur eftir dönsku leyniþjónustunni PET að brennur á Kóraninum hafi dregið neikvæða athygli að löndunum. Jacob Kaarsbo, fyrrverandi greinandi hjá dönsku leyniþjónustunni, segir að taka beri ógnina mjög alvarlega. Þetta sé stærsta öryggisógn við Danmörku frá Múhammeðsteikningunum árið 2008. Þá kallaði danskur skopmyndahöfundur yfir Danmörku reiði íslamskra öfgamanna með því að birta teikninga af spámanni þeirra. „Þetta er almennt ákall um árásir á Danmörku og Dani. Við vitum ekki hversu víða það nær, hversu áhrifamikið það er eða í hvaða kreðsum,“ segir hann við DR. Danska utanríkisráðuneytið segist fylgjast með öryggismálum við sendiráð Danmerkur erlendis. Af öryggisástæðum ræði það ekki hvort eða til hvaða ráðstafana sé gripið þar. Hægriöfgamenn sem hafa andúð á múslimum hafa ítrekað staðið fyrir brennum á Kóraninum, helgiriti múslima, í Danmörku og Svíþjóð undanfarin misseri. Slíkar brennur í Svíþjóð urðu meðal annars ástæða þess að tyrknesk stjórnvöld neituðu að leggja blessun sína yfir Atlantshafsbandalagsaðild landsins. Mótmælendur í Írak réðust einnig á sænska sendiráðið þar fyrr í sumar. Sænsk stjórnvöld hafa talið að þau hafi ekki heimild til þess að banna samkomur þar sem Kóraninn er brenndur þar sem slíkt rúmist innan tjáningarfrelsi borgaranna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegum inngangi hennar sagði ranglega að Ríki íslams hefði kallað eftir árásum.
Danmörk Svíþjóð Trúmál Tengdar fréttir Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 31. júlí 2023 11:09 Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. 20. júlí 2023 09:05 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 31. júlí 2023 11:09
Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. 20. júlí 2023 09:05
Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09